Markaðurinn
Japönsku gæðahnífarnir frá KAI fást hjá Ásbirni
Japönsku KAI hnífarnir eru nú fáanlegir hjá heildsölu Ásbjarnar Ólafssonar en þeir eru framleiddir í Seki borgar í Japan sem hefur verið miðstöð framleiðslu Samúræjasverða og -hnífa í yfir 700 ár. KAI SHUN eru handsmíðaðir hnífar að japönskum sið og smíðaðir samkvæmt japönskum gæðakröfum með flókinni stálsmíðatækni.
Shun línan er framleidd úr ryðfríu Damascus stáli í 32 lögum, sem herðir hnífsblaðið í VG-MAX stál (61+-1HRC, 1,0% kolefni, 1,5% kóbalt) en það er verulega hert stálgerð með 61 stig á Rockwell skalanum. Það þýðir að hnífarnir eru mjög beittir og halda bitinu lengur.
Hnífsblaðið er kúpt og handslípað sem gerir hnífinn öruggari í notkun og eykur skerpu blaðsins sem sker í gegnum jafnvel hörðustu matvöru (þó ekki frosna vöru eða bein). Jöfn þyngd í hnífnum staðsetur hann vel í hendi og kemur fyrst og fremst í veg fyrir álagsmeiðsl hjá matreiðslufólki við langvarandi notkun.
Hönnun hnífanna er innblásin af hinum fornu samúræjasverðum sem voru framleidd í sömu verksmiðju þar sem bestu hugmyndir og aðferðir þess tíma eru nýttar við frekari framleiðslu hnífa á alþjóðlegum markaði.
Skaftið á SHUN hnífunum tekur mið af líkamsstöðu notandans en þó það hafi upphaflega verið þróað til notkunar í hægri hendi henta samt sem áður flestir grundvallarhnífar KAI SHUN fyrir örvhenta í dag. Skaftið er klætt kastaníuvið, eða pakkavið sem er þrýst upp að stálinu. Endanum er síðan lokað með stykki úr ryðfríu stáli.
Stálhnífurinn liggur í gegnum allt skaftið sem eykur tilfinninguna um fulla stjórn hjá notandanum meðan hnífurinn er í notkun. Klæddur pakkaviður er gegnheill og endingargóður. Viðurinn er unninn þannig að háum þrýstingi og hita er beitt til þess að skapa unninn við sem er sterkur, fallegur, stöðugur og veður- og rakavarinn.
Hver SHUN hnífur er einstakur og gerður úr besta fáanlega Damascus stáli. Lokaútkoman er vönduð vara þar sem hönnun, tækni og japanskt handverk eru í heiðri höfð.
Meðlimir kokkalandsliðsins buðu upp á girnilegt smakk á Miðnætursprengju Kringlunnar fimmtudaginn 2. maí síðastliðinn, þar sem KAI hnífarnir voru notaðir við undirbúning og hafðir til sýnis.
Á asbjorn.is má skoða breitt og mikið úrval KAI hnífa af öllum gerðum, hafðu samband við söludeild Ásbjarnar Ólafssonar ehf. og kynntu þér hvaða hnífar henta best fyrir þínar matreiðsluþarfir.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum