Keppni
Frumsýning á heimildarmynd um landslið kjötiðnaðarmanna
Heimildarmyndin Frægð og frami í Sacramento verður frumsýnd í Húsi fagfélaganna laugardaginn 20. apríl næstkomandi. Í myndinni er landsliði íslenskra kjötiðnaðarmanna fylgt eftir á sitt fyrsta heimsmeistaramót, sem haldið var í september 2022 í Sacramento í Kaliforníu.
Myndin er eftir Brynjar Snæ og Franz Ágúst Jóhannessyni en þeir fylgdu landsliðinu eftir í níu mánuði áður en liðið hélt á vit ævintýranna.
Hús fagfélaganna er á Stórhöfða 31 en athugið að gengið er inn Grafarvogsmegin. Húsið verður opnað klukkan 14:00.
Ókeypis er á sýninguna en landsliðið mun á staðnum selja léttar veitingar til að fjármagna næsta verkefni liðsins. Næsta heimsmeistaramót fer fram í París 2025.
Lesið fleiri fréttir um landsliðið með því að smella hér.
Mynd: aðsend / Jóhannes Númi

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards