Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Myndir frá mars fundi KM á Norðurlandi – Nemendur buðu upp á glæsilega 3ja rétta veislu

Birting:

þann

Myndir frá mars fundi KM á Norðurlandi – Nemendur buðu upp á glæsilega 3ja rétta veislu

Mars fundur Klúbbs Matreiðslumeistara norðurlands var haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri matvælabraut miðvikudaginn 13. mars sl.

Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu sáu um að elda fyrir hópinn og sáu þau um matinn frá A- Ö.

Ari Hallgrímsson er kennari hópsins og er einnig brautarstjóra matvælagreina í VMA.

Boðið var upp á 3ja rétta matseðil sem var einnig verkleg æfing hjá nemunum:

Myndir frá mars fundi KM á Norðurlandi – Nemendur buðu upp á glæsilega 3ja rétta veislu

Forréttur

Forréttur
Grafinn bleikja á ristuðu focaccia brauði með sýrðum eplum, ítalskum ricotta og confit tómötum

Myndir frá mars fundi KM á Norðurlandi – Nemendur buðu upp á glæsilega 3ja rétta veislu

Aðalréttur

Aðalréttur
Andabringa borin fram með appelsínu og fennel marmelaði, graskers og timían pureé, demi-glace og brokkólí dufti

Myndir frá mars fundi KM á Norðurlandi – Nemendur buðu upp á glæsilega 3ja rétta veislu

Eftirréttur

Eftirréttur
Hvítsúkkulaði panna cotta með karamellu gljáa ásamt aðalbláberja rjómaís og basil lime geli

Þórir Erlingsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara fór yfir starfið hjá KM. Sagði frá glæsilegum árangri Kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Stuttgart og hvatti norðanfólk að mæta á aðalfund og árshátíð á hótel Geysir 18. maí.  Fór yfir kokk ársins og kynnti happdrætti kokkalandsliðsins sem fer í loftið á næstu dögum.

Myndir frá mars fundi KM á Norðurlandi – Nemendur buðu upp á glæsilega 3ja rétta veislu

Benedikt Barðason

Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari VMA, fór yfir skráningar á rafrænni ferlibók í matreiðslu og einnig yfir námið í VMA og hvernig það skiptist milli deilda.

Myndir: Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið