Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá mars fundi KM á Norðurlandi – Nemendur buðu upp á glæsilega 3ja rétta veislu
Mars fundur Klúbbs Matreiðslumeistara norðurlands var haldinn í Verkmenntaskólanum á Akureyri matvælabraut miðvikudaginn 13. mars sl.
Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu sáu um að elda fyrir hópinn og sáu þau um matinn frá A- Ö.
Ari Hallgrímsson er kennari hópsins og er einnig brautarstjóra matvælagreina í VMA.
Boðið var upp á 3ja rétta matseðil sem var einnig verkleg æfing hjá nemunum:
Forréttur
Grafinn bleikja á ristuðu focaccia brauði með sýrðum eplum, ítalskum ricotta og confit tómötum
Aðalréttur
Andabringa borin fram með appelsínu og fennel marmelaði, graskers og timían pureé, demi-glace og brokkólí dufti
Eftirréttur
Hvítsúkkulaði panna cotta með karamellu gljáa ásamt aðalbláberja rjómaís og basil lime geli
Þórir Erlingsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara fór yfir starfið hjá KM. Sagði frá glæsilegum árangri Kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Stuttgart og hvatti norðanfólk að mæta á aðalfund og árshátíð á hótel Geysir 18. maí. Fór yfir kokk ársins og kynnti happdrætti kokkalandsliðsins sem fer í loftið á næstu dögum.
Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari VMA, fór yfir skráningar á rafrænni ferlibók í matreiðslu og einnig yfir námið í VMA og hvernig það skiptist milli deilda.
Myndir: Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum