Keppni
Vel heppnuð keppni á Akureyri – Úrslit og myndaveisla
Keppnin Arctic Challenge var haldin með pomp og prakt laugardaginn 2. mars sl. Keppnin fór fram í matvæladeild Verkmenntaskólans á Akureyri, þar sem keppt var í matreiðslu, kokteilagerð og kjötiðn.
Arctic Challenge var haldin fyrst 10. janúar 2022 á Strikinu Akureyri.
Arctic Butcher
Ný keppnisgrein leit dagsins ljós en keppt var í kjötiðn eða Arctic Butcher. Keppendur fengu 3,5 klst til að sýna færni í úrbeiningu á nautabóg, grísabóg, hálfum lambskrokk og svo nautaslag.
Síðan stilltu keppendur upp vörurnar upp í kjötborð og gestir og gangandi gátu keypt það kjöt sem var í boði sem kom allt frá Kjarnafæði – Norðlenska.
Úrslit í Arctic Butcher:
- sæti – Davíð Clausen Pétursson
- sæti – Ágúst Sigvaldason
Dómarar:
Rúnar Ingi Guðjónsson
Jón Gísli Jónsson
Jónas Þórólfsson
Arctic Chef
Arctic Chef keppnin hófst í raun og veru fimmtudaginn 29. febrúar en þá mættu keppendur í Verkmenntaskólanna á Akureyri og fengu þá að vita hvaða hráefni þeir þyrftu og/eða gætu notast við. Í körfunni var m.a. Debic vörur og Valhrona súkkulaði frá Ekrunni, íslensk skógarsúra frá Mata o.fl.
„Smá twist var á keppninni þetta árið en við pöruðum keppendur í Chef og keppendur í Butcher saman.
Keppendur í Chef fengu þá að vita hvaða hráefni keppendur í Butcher voru með og voru fyrirmælin að þeir þurftu að panta tvær tegundir af próteini frá slátraranum og þá líka segja honum hvaða vöðva hann vildi fá og hversu mikið.
Þarna náðum við að binda saman þessar tvær iðngreinar og tókst það virkilega vel en þetta er líka gert til þess að opna huga matreiðslumanna að ferlinu sem tengist kjötinu.“
Sagði Árni Þór Árnason matreiðslumeistari og einn af skipuleggjendum keppninnar í samtali við veitingageirinn.is.
Úr Verkmenntaskólanum á Akureyri héldu keppendur í Krónuna þar sem keppendur gátu valið sér grænmeti, ávexti, hnetur og fræ.
Þegar hér er komið við sögu er ca 1,5 klst síðan keppendur fengu að vita hvaða hráefni þeir voru að fást við svo þetta reynir á reynsluna og hugmyndavinnuna en púsla saman því grænmeti sem þeir ætla nota en keppendur fá mínus fyrir óþarfa matarsóun.
Úrslit í Arctic Chef:
- sæti – Sindri Freyr Ingvarsson
- sæti – Matthías Pétur Davíðsson
Dómarar:
Kolbrún Hólm Þórleifsdóttir
Ari Þór Gunnarsson
Aron Gísli Helgason
Arctic Mixologist
Arctic Mixologist var á sínum stað með þemað zero waist, sjálfbærni og matarsóun sem er stjórnendum keppninnar ofarlega í huga.
Keppendur fengu 15 mín til að undirbúa og framreiða 4 glös af sínum kokteil þar sem undirstaðan var Korsnikova frá Globus.
Skemmtileg útfærsla var á keppninni í ár, en eftir að keppandi var búinn að framreiða sína drykki þá tók við skriflegt próf, sem var með laufléttu sniði og snéri það bæði að Korsnikova og einnig fleiru sem góður barþjónn ætti að vita. Þaðan fóru keppendur í blindsmakk á 5 tegundum af sterku áfengi frá Globus.
Úrslit í Arctic Mixologist
- sæti – Thelma María Heiðarsdóttir
- sæti – Elmar Freyr Arnaldsson
- sæti – Andri Þór Guðmundsson
Dómarar:
Andrzej Baard
Heiða Margrét Fjölnisdóttir
Atli Baldur Wei
Ari Hallgrímsson hlýtur heiðursviðurkenningu Arctic Challenge
„Síðustu tvö árin hefur Arctic Challenge haldið keppni, fyrirlestra og fundi og höfum við alltaf átt greiða leið að matvæladeildinni í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Það sem við erum að standa fyrir gætum við hreinilega ekki án VMA verið og þar má helst nefna Ara Hallgrímsson sem er brautarstjóri matvæladeildarinnar.“
Sagði Árni Þór að lokum í samtali við veitingageirinn.is
Ari hlaut heiðursviðurkenningu Arctic Challenge fyrir sín störf í þágu Arctic Challenge og einnig fagsins í heild sinni og þakkar stjórn Arctic Challenge honum kærlega fyrir allan stuðninginn.
Arctic Challenge vill þakka bakhjörlum sínum:
- Globus
- Ekran
- Kjarnafæði – Norðlenska
- Krónan
- Hnífur.is
- Nordic Wasabi
- Mata
- MS
- Expert
- Bakó Ísberg
Stjórn Arctic Challenge 2024 er:
Árni Þór Árnason – Formaður
Alexander Magnússon – Framkvæmdastjóri
Rúnar Ingi Guðjónsson – Varaformaður
Berglind Dóra Sigurðardóttir – Meðstjórnandi
Jón Heiðar Sveinsson – Meðstjórnandi
Myndir
Ljósmyndir tók Sindri Swan.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði