Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars
Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars. Stefnan er sett á að opna samtals sex veitingastaði í rýminu og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.
Sögusagnir um opnun mathallar á Akureyri hafa verið tíðar frá því að fyrsta mathöllin opnaði í Reykjavík og hefur nú þegar mikill áhugi myndast á svæðinu fyrir tilvonandi opnun.
Mathöllin sjálf verður staðsett í norðaustur hluta Glerártorgs þar sem Vodafone og Kaffi Torg var áður og verður opin umfram almennan opnunartíma Glerártorgs og þurfa svangir og þyrstir gestir mathallarinnar því ekki að hverfa frá svæðinu þegar að verslanir loka.
Kristján Ólafur Sigríðarson, rekstrarstjóri mathallarinnar:
„Það er löngu kominn tími á að opna mathöll á Akureyri og við stukkum á tækifærið þegar það gafst.“
Fyrir um ári síðan var tilkynnt að 1000 fm mathöll yrði opnuð í gamla Ásprents húsnæðinu við Glerárgötu sem er aðeins spölkorn frá Glerártorgi, en ekki er komið á hreint hvenær sú mathöll opnar, sem verður þá önnur mathöllin sem opnar á Akureyri.
Sjá einnig: Tvær nýjar mathallir opna á Akureyri
Mynd: glerartorg.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum