Uppskriftir
Síldarréttir á ýmsa vegu – Gamlar uppskriftir
Síldin hefur oft verið kölluð Silfur hafsins vegna þeirra verðmæta sem hún skapaði íslensku þjóðinni á síðustu öld.
Með fylgir uppskriftir að síldarréttum, en hægt er að útbúa alls konar rétti úr síldinni.
Síldarkökur
2 saltar síldar
½ L kartöflur
pipar, flot eða tólg til að steikja í
½ L kjöt eða fiskileifar.
Síldin er hreinsuð og afvötnuð vel. söxuð einu sinni ásamt kjötinu og kartöflunum, kryddað.
Jafnað vel saman og búnar til kökur úr deginu, sem velt er í brauðmjöli eða hveiti og brúnaðar.
Borðaðar með gulrófum eða hvítkálsjafningi eða kartöflum og karrýsósu.
Kartöflu og síldarkaka
2 saltsíldar
½ l mjólk
2 l kartöflur
1 dl. hveiti
2 egg
Síldin er hreinsuð og afvötnuð vel. Kartöflurnar (soðnar eða hráar) flysjaðar og flagaðar þunnt.
Síldinni og kartöflunum raðað í mótið , eggjajafningi úr mjólk, hveiti og eggjum hellt yfir. Kakan bökuð í ofni við fremur hægan hita 1-1 ½ klst. Lengri bakstur ef kartöflurnar eru notaðar hráar.
Kakan er borin fram í mótinu og brætt smjör með.
Steikt ný síld
6-7 síldar
1 matsk salt
rúgmjöl
2-4 matsk edik – flot
Síldin er hreinsuð og þvegin og þerruð vel. Saltinu og edikinu núið inn og síldin látin bíða litla stund, velt síðan í rúgmjöl og steikt á pönnu við hægan hita. Fitunni á pönnunni hellt yfir síldina á fatinu.
Borðuð vel heit með nýsoðnum kartöflum.
Steikt söltuð síld
4 saltar síldar
gott flot eða tólg
laukur
rúgmjöl
( 2-3 dl. mjólk)
Síldin er hreinsuð ekki roðflett og afvötnuð vel. Tekin upp úr vatninu, þerruð og velt uppúr rúgmjöli, steikt við góðan hita. Lögð á fat og brúnaður laukur yfir. Panna skoluð innan með mjólk og henni hellt sjóðheitri yfir síldina. Borðuð með soðnum kartöflum, sem bornar eru fram óflisjaðar og brennheitar.
Síld í móti
3 síldar
½ laukur
1 dl. brauðmjöl
3 matsk. smjörl.
½ dl.rjómi (helst súr)
Síldin hreinsuð og vel afvötnuð, er lögð í vel smurt mót ásamt lauk, sem skorinn er í sneiðar, brauðmjöl stráð yfir og síðast smjörl. í smá bitum. Bakað gulbrúnt við góðan hita nálægt 15 mín.
Rjómanum þá hellt yfir og mótunum þá brugðið inn nokkrar mín. Borið fram í mótunum og kartöflur með.
Ef vill má nota kartöflur með í þessum rétt ( sitt lagið af hvoru síld og kartöflur) og rjómanum má sleppa.
Krydd síld
5 síldar
1.5 dl. sykur
½ dl. óþynnt edik
laukur
pipar
½ l vatn
3 lárviðarlauf
Síldin er hreinsuð og roðflett og afvötnuð vel. ( yfir nótt) Lögð í ílátið og kryddið milli laganna.
Sykur, vatn og edik (eftir smekk) hrært saman og hellt yfir síldina. Gott er að láta koma upp suðu á leginum og hella honum vel köldum á síldina.
Síld með rjómasósu
2 saltar síldar verkaðar og afvatnaðar.
Sósa:
2 egg
1-2 matsk edik
1-2 matsk sykur
2 dl. rjómi
Eggin eru hrærð soðin og kæld, rauðan er er tekin frá og hrærð með edikinu og sykrinum. Rjóminn er þeyttur eins og þykk sósa og honum þeytt saman við. Síldin er skorin í ræmur þvert yfir og lögð sem heil á fatið, sósunni hellt yfir.
Borðað með vel heitum kartöflum.
Síldarsalat
1 sölt síld, hreinsuð og vel afvötnuð
2 dl. kartöflur
1 ½ dl. kjöt (soðið eða steikt)
1 dl. epli þurrkuð eða ný 1 dl. gulrætur
1 dl. Grænar baunir
½ dl. sýrðar næpur eða rauðrófur
½ innlögð gúrka
pipar
sykur
edik
Skorið smátt, blandað saman við kryddið, sett í skál eða djúpt fat og salat sósu hellt yfir.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði