Markaðurinn
„Við erum ekki á matseðlinum“ – Starfsfólk í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað
Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum halda áfram herör sinni gegn áreitni á vinnustöðum. Yfirskrift herferðarinnar er „Við erum ekki á matseðlinum“. Staðreyndin er sú að um helmingur starfandi kvenna í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna. Fjórðungur karlmanna verða fyrir slíkri áreitni.
Atvinnurekendum ber að útbúa áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
Þeim berst að bregðast við eins fljótt og auðið er, berist þeim kvartanir um áreitni eða ofbeldi. Ofbeldið getur verið af ýmsum toga. Það getur verið táknrænt, innihaldið myndir eða skilaboð.
Þjónustufólk getur sætt því að fá persónulegar spurningar eða óviðeigandi athugasemdir. Fólk verður einnig fyrir líkamlegu ofbeldi í starfi, svo sem snertingar, þukl eða beint ofbeldi.
Starfsmaður sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni eða ofbeldi eða hefur rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda og/eða vinnuverndarfulltrúa um það.
Félagar í stéttarfélögum geta alltaf leitað ráða hjá félaginu sínu og fengið þar stuðning.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana