Vertu memm

Kristinn Frímann Jakobsson

Serrano opnar á Akureyri – Staðfest

Birting:

þann

Hér mun staðurinn vera við Ráðhústorg 7, þar áður var tískuvöruverslunin Didda Nóa

Hér mun staðurinn vera við Ráðhústorg 7, þar áður var tískuvöruverslunin Didda Nóa

Veitingastaðurinn Serrano opnar á Akureyri í sumar en þetta staðfestir Jón Ragnar Jónsson Rekstrarstjóri fyrirtækisins við freisting.is.  „Það er gaman að segja frá því að við höfum fundið staðsetningu og stefnum á að opna um miðjan júní. Staðurinn verður í hjarta miðbæjar Akureyrar eða nánar tiltekið við Ráðhústorg 7, Þetta verður lítill huggulegur staður sem tekur rúmlega 20 í sæti.“

Er búið að ráða einhvern í stöðu yfirmanns og annað starfsfólk?
Við erum ekki búnir að ganga frá ráðningu á yfirmanni staðarins en komum til með að auglýsa í vikunni

Serrano er framsækið íslensk skyndabitakeðja sem leggur áherslu á hollustu og hágæða hráefni. Í dag eru starfræktir sjö Serrano staðir á höfuðborgarsvæðinu og í sumar bætist við staðurinn á Akureyri.

Texti og mynd: Kristinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið