Markaðurinn
Pósthús Mathöll í samstarf við Dineout

Þórður Axel Þórisson, framkvæmdastjóri Pósthús Mathallar og Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout
Pósthús Mathöll og Dineout hafa sameinað krafta sína og hafið samstarf. Mathöllin hefur tekið í notkun hugbúnaðarlausnir Dineout sem hefur nú útvíkkað vöruframboð sitt til að geta þjónustað mathallir.
Veitingastaðir Pósthús Mathallar hafa nú þegar tekið lausnir Dineout í notkun en Dineout er stærsta markaðstorg landsins fyrir veitingastaði.
Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout:
„Við hjá Dineout erum virkilega spennt fyrir þessu samstarfi enda er Pósthús Mathöll fyrsta mathöllin sem nýtir sér okkar hugbúnað og þjónustu frá a til ö. Hér hvíla mikil tækifæri þar sem lausnir Dineout tala allar saman sem gerir veitingastöðunum kleift að vinna með einn bakenda og framkvæma þar allar helstu aðgerðir á einum stað.
Það mun á endanum minnka flækjustig til muna, lækka kostnað, auka tekjur og auðvelda allt utanumhald. Við bjóðum Pósthús Mathöll velkomna í Dineout fjölskylduna sem telur nú yfir 400 veitingastaði.“
Þórður Axel Þórisson, framkvæmdastjóri Pósthús Mathallar:
„Það er afar ánægjulegt að hefja loks samstarf við Dineout og vera þannig hluti af stærsta markaðstorgi landsins. Veitingastaðir innan Pósthús Mathallar sem notast við hugbúnað og kerfi Dineout eru átta talsins.
Þær lausnir sem mathöllin notast við eru allar útvegaðar af Dineout og í því felst mikil hagræðing fyrir staðina sem geta nú frekar einbeitt sér að því sem virkilega skiptir máli í sínum rekstri.
Við hlökkum til samstarfsins og það er mikill heiður að vinna með eins framsæknu fyrirtæki og Dineout.”
Um Dineout:
Dineout var stofnað árið 2017 af Ingu Tinnu Sigurðardóttur. Allar hugbúnaðarlausnir fyrirtækisins hafa verið hannaðar og gerðar frá grunni af starfsfólki fyrirtækisins. Dineout býður upp á borðabókunarkerfi, matarpöntunarkerfi, kassakerfi (POS), rafræn gjafabréf, afsláttarkerfi (Coupons), viðburðakerfi, gerir vefsíður, býður upp á sjálfvirkar greiðslur í gegnum QR kóða og margt fleira.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 20 manns sem vinna meðal annars að hugbúnaðarþróun, sölu og þjónustu. Starfsstöðvar Dineout eru bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn.
Um Pósthús Mathöll:
Í Pósthús Mathöll eru staðsettir alls níu veitingastaðir sem bjóða upp á hefðbundna eða nýstárlega matargerð, allt frá ítölskum sælkerapizzum til handgerðra kokteila. Veitingastaðir innan Pósthús Mathallar eru Funky Bhangra, Mossley, Finson, Fuku Mama, Djúsí Sushi, Pizza Popolare, Enoteca, Yuzu og Drykk. Pósthús Mathöll er til húsa við Pósthússtræti 3-5 í miðbæ Reykjavíkur.
Veröld Pósthús Mathallar á dineout.is
Mynd: aðsend / Marinó Flóvent

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun