Starfsmannavelta
Nielsen „leggst í dvala“ – Kári og Sólveig taka við rekstri veitingastaðarins Salts á Egilsstöðum
Veitingahjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Salts á Egilsstöðum og opna hann á ný um miðjan mánuðinn. Þau segjast munu setja mark sitt á staðinn en áfram verði þar eitthvað fyrir alla í boði.
„Við breytum aðeins í salnum til að setja okkar brag á þetta. Sama á við um matinn, við gerum hann aðeins að okkar,“
segja þau í samtali við austurfrett.is.
Kári og Sólveig hafa frá árinu 2019 rekið veitingastaðinn Nielsen á Egilsstöðum. Þau ætla sér að reka Nielsen áfram yfir sumarið með stökum viðburðum yfir vetrarmánuðina. Þar hefur áherslan verið á íslenskt hráefni.
„Við ætlum ekki að setja hvannarfroðu eða hreindýramosa á pizzurnar á Salti. Við ætlum frekar að vera með hefðbundnari hráefnum þar og halda áherslunni á íslenska hráefnið meira á Nielsen,“
útskýrir Kári, en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.
Mynd: facebook / Nielsen restaurant
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla