Vertu memm

Starfsmannavelta

Nielsen „leggst í dvala“ – Kári og Sólveig taka við rekstri veitingastaðarins Salts á Egilsstöðum

Birting:

þann

Nielsen restaurant á Egilsstöðum - Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir

Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir

Veitingahjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Salts á Egilsstöðum og opna hann á ný um miðjan mánuðinn. Þau segjast munu setja mark sitt á staðinn en áfram verði þar eitthvað fyrir alla í boði.

„Við breytum aðeins í salnum til að setja okkar brag á þetta. Sama á við um matinn, við gerum hann aðeins að okkar,“

segja þau í samtali við austurfrett.is.

Kári og Sólveig hafa frá árinu 2019 rekið veitingastaðinn Nielsen á Egilsstöðum.  Þau ætla sér að reka Nielsen áfram yfir sumarið með stökum viðburðum yfir vetrarmánuðina.  Þar hefur áherslan verið á íslenskt hráefni.

„Við ætlum ekki að setja hvannarfroðu eða hreindýramosa á pizzurnar á Salti. Við ætlum frekar að vera með hefðbundnari hráefnum þar og halda áherslunni á íslenska hráefnið meira á Nielsen,“

útskýrir Kári, en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.

Mynd: facebook / Nielsen restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið