Starfsmannavelta
Mathöllin Vera lokar
Vera mathöll lokar tímabundið frá 1. júlí, að því er segir í stuttri tilkynningu á facebook síðu Veru.
Mathöllin opnaði 5. ágúst í fyrra og er staðsett í húsinu Grósku í hjarta Vatnsmýrarinnar í Reykjavík.
Sjá einnig: Mathöllin VERA opnar í Vatnsmýri
Í Veru voru átta veitingastaðir og fimm þeirra var lokað áður en ákvörðun um að loka mathöllinni var tekin, að því er fram kemur á visir.is.
Staðirnir átta voru Pünk Fried Chicken, pizzastaðurinn Natalía og vínbarinn og kaffihúsið Mikki Refur, mexíkóski staðurinn Caliente, Bang Bang, súpustaðurinn Næra, morgunverðarstaðurinn Stund og loks Fura í eigu verðlaunakokksins Denis Grbic.
Veitingastaðurinn Stund birti eftirfarandi tilkynningu á Instagram í gær:
„Vera Mathöll lokar 1. júlí og ófyrirséð er hvenær opnað verður aftur. Af þeim sökum sjáum við okkur því ekki fært á að halda starfsemi okkar gangandi í ljósi þeirrar óvissu sem við blasir og höfum við ákveðið að leita á önnur mið.“
Vera mathöll endar tilkynningu sinni með því að segja „Hlökkum til að taka á móti ykkur að nýju eftir breytingar.“

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025