Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nígeríski veitingastaðurinn Chuku’s fær rúmlega 1.3 milljón frá Beyoncé

Birting:

þann

Nígeríski veitingastaðurinn Chuku's

Systkinin Ifeyinwa Frederick og Emeka

Poppsöngkonan Beyoncé hefur valið nígeríska tapasveitingastaðinn í Norður-London sem einn af þeim sem fá rúmlega 1.3 milljón ísl. kr. í styrk frá henni til lítilla fyrirtækja.

BeyGOOD Foundation frá Beyoncé bauð fyrirtækjaeigendum að sækja um styrki og var Chuku eitt af þeim fyrirtækjum sem fengu styrk en í sjóðnum er 137 milljónir sem hefur verið úthlutað til fjölmargra fyrirtækja.

Ifeyinwa Frederick, meðeigandi Chuku’s, sagði í samtali við The Times:

„Ég get ekki lýst því hversu fallegt og gefandi það er að fá svona styrk. Allir eru svo ánægðir að sjá viðkomandi fyrirtæki fá styrkinn frá Beyoncé.“

Frederick á fyrirtækið með bróður sínum Emeka sem sagði að peningarnir myndu tryggja fyrirtækið og hjálpa til við að laga vatnskemmdir eftir að flæddi úr einni íbúð fyrir ofan veitingastaðinn og úr varð miklar vatnskemmdir á veitingastaðnum þeirra.

Mynd: chukuslondon.co.uk

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið