Keppni
Evrópumeistaramótið í kokteilagerð – Grétar Matt: „að sjálfsögðu ætla ég mér taka bikarinn heim…“

Grétar Matthíasson, Íslandsmeistari í kokteilagerð og Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands
Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands og Grétar Matthíasson, Íslandsmeistari í kokteilagerð eru mættir til Tírana í Albaníu til þess að taka þátt á Evrópumeistaramótinu í kokteilagerð.
Keppt er í „Long Drink“ flokki og „flair“ en Ísland mun keppa í hinu fyrrnefnda. Grétar mun stíga á stokk í kvöld með drykkinn sinn „Mombay Mandarin“ en hann inniheldur Star of Bombay gin, Limoncello, mandarínu purée, eplasafa, Monin greip sýróp og salín salt upplausn.
Þá er hann skreyttur með lime berki, appelsínu berki, sítrónu berki, strám og kokteilpinna, en þetta er allt saman skorið og sett saman í fallega skreytingu.
„Ég er vel stemmdur fyrir kvöldinu og hlakka mikið til að stíga á svið“
segir Grétar og glottir og bætir við:
„að sjálfsögðu ætla ég mér taka bikarinn heim! Ég setti mér markmið í byrjun árs að ná 3 titlum þetta árið, Íslandsmeistaratitilinn sem er kominn í höfn, Evrópumeistaratitilinn í kvöld og svo Heimsmeistarann seinna í ár.“
Heimsmeistaramótið í kokteilagerð verður haldið í Róm í nóvember á þessu ári.
Hægt verður að fylgjast með Grétari á Instagram reikningi barþjónaklúbbsins, en þar fer fram bein útsending hér.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars