Markaðurinn
Áhugavert kennslumyndband fyrir þjóna – Hallgrímur Sæmundsson: „Heilt yfir skýrt og spot on á ákveðna þætti“
Nýtt áhugavert kennslumyndband sem er á ensku og íslensku eru komið út sem inniheldur lykilþætti í samskiptum og sölutækni í veitingasal.
Hallgrímur Sæmundsson framreiðslumaður sem er einn okkar reyndasti kennari í framreiðslu í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi lýsir myndbandinu líklega best:
„Kemur vel út, þarna eruð þið að taka á svo mörgum þáttum sem koma upp við framreiðslu til gesta & samskipti. Heilt yfir skýrt og spot on á ákveðna þætti. Vel gert!“
Sýnishorn
Hægt er að skoða sýnishorn hér að neðan:
Í kafla 6 hafði herrann pantað grænmetisrétt og konan fisk. Þjóninn tók ekki nógu vel eftir og ákvað að konan væri grænmetisæta.
Stutt lýsing
Í þjálfunarmyndbandinu fylgjumst við með pari sem kemur inn á veitingastað og sjáum skref fyrir skref upplifun þeirra í samskiptum við þjóninn. Myndbandið er í 11 sjálfstæðum köflum með samantekt í lok hvers kafla. Reyndur framreiðslumeistari leikur þar þjón í veitingasal og sýnir rétt og röng viðbrögð í samskiptum við gesti og sölutækni.
Örn Árnason, leikari útskýrir þar á lifandi hátt, á ensku annars vegar og íslensku hinsvegar, hvað vel er gert, hvað má bæta og á hvaða hátt til að samskiptin verði sem faglegust og árangursrík. Sýnt er í myndbandinu t.d. þegar þjóninn gerir mistök því kannaði ekki hvort það væru einhverjar sérþarfir s.s. ofnæmisvaldar, gerð mistök og hvernig má leysa farsællega úr þeim.
Verðið er 290 þúsund án vsk. Hægt er að sækja um styrk/ endurgreiðslu til fræðslusjóða stéttarfélaga um allt að 80- 90% af kostnaði (ykkar lokakostnaður getur þá farið niður í um 30 þúsund).
Kaflaheiti á íslensku:
1. Þú ert andlit veitingastaðarins
2. Taktu vel á móti gestum
3. Þekktu mat- og vínseðilinn
4. Fyrsta pöntunin er fordrykkur
6. Helltu víni faglega í glösin
7. Meðhöndlun kvartana
8. Láttu ekki gestina vera með tóm glös
9. Bjóddu eftirréttaseðil og/eða kaffi
10. Leystu faglega úr greiðsluvanda
11. Endaðu heimsóknina á faglegu nótunum
Ef þú vilt kaupa myndbandið eða fá námskeið þá hafðu samband við Margréti Reynisdóttur á [email protected] eða í síma 8998264
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Starfsmannavelta18 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði