Íslandsmót iðn- og verkgreina
Mikill metnaður á Íslandsmóti iðn- og verkgreina
Sex keppendur taka þátt í keppni í matreiðslu að þessu sinni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fer í Laugardalshöllinni dagana 16. – 18. mars. Þeir bjóða upp á bleikju og hörpuskel í forrétt, lambahrygg og -skanka í aðalrétt og þurfa svo að búa til eftirrétt sem inniheldur hvítt súkkulaði, mango purré og ólífuolíu í eftirrétt.
Þar hafa keppendurnir svolítið frjálsar hendur að öðru leyti.
Sjá einnig: Nöfn allra keppenda í veitingageiranum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni
„Hér eru tveir keppendur í matreiðslu að útbúa eftirrétt. Þeir eru búnir að skila af sér forrétti og aðalrétti í dag. Þetta eru sem sagt síðustu skilin.“
Segir Sigurjón Bragi Geirsson í samtali við matvis.is í gær sem fjallar nánar um keppnina hér.
Ásamt því að sjá um keppnina dæmir Sigurjón eldhúsið (vinnubrögð, tímasetningar, útlit réttanna og hreinlæti) en honum til halds og traust eru tveir smakkdómarar.
Íslandsmótið heldur áfram og verður keppt í dag og á morgun. Verðlaunaafhending fer fram um klukkan 14:00 á morgun laugardaginn 18. mars.
Mynd: matvis.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir







