Vertu memm

Uppskriftir

Sviðasulta – Uppskrift

Birting:

þann

Sviðasulta - Svið

Innihald

3 sviðahausar
1 lárviðarlauf (má sleppa)
vatn
salt

Aðferð

Sviðahausar eru vel skolaðir, hreinsaðir (ef keypt er út í búð, þá eru þeir tilbúnir til suðu) og soðnir í vel söltuðu vatni í ca 1½ – 2 klst eða þar til kjötið losnar auðveldlega af beinum. Þegar suðan kemur upp, fleytið froðunni ofan af.

Takið sviðahausana úr soðinu og haldið eftir hluta af soðinu. Látið mesta hitann rjúka úr kjömmunum, kjötið hreinsað frá beinunum og skerið í grófa bita.

Sviðasulta - Svið

Þegar suðan kemur upp, fleytið froðunni ofan af.

Sviðasulta - Svið

Ég sauð hausana í rúmlega 2 klst.

Notið lambasúpukraft til að bragðbæta soðið, en ekki nauðsyn.

Allt sett í form og soðinu hellt yfir, þannig að fljóti ofan á kjötinu. Látið kólna og farg sett ofan á, lokað vel og kælt í ísskáp yfir nótt.

Hægt er að frysta sviðasultuna og eins geymist hún í ísskáp í ca. 1 viku.

Sviðasulta - Svið

Mjög góð sviðasulta

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið