Vertu memm

Markaðurinn

Í dag eru liðin 50 ár frá stofnun Garra

Birting:

þann

Magnús R. Jónsson

Magnús R. Jónsson

Fagmennska í 50 ár

Þann 14. mars árið 1973 stofnaði faðir minn Magnús R. Jónsson Garra, með þeim tilgangi að flytja inn matvöru. Ég var svo lánsamur að fá að starfa við hlið hans frá unga aldri og taka þátt í vexti og þróun fyrirtækisins.

Frá upphafi hefur Garri viljað vera fyrirmynd um ábyrga starfsemi sem tekur mið af umhverfinu og samfélaginu í heild sinni. Með ástríðu fyrir starfi okkar og áherslu á stöðugar umbætur, sjálfbærni og eflingu mannauðs ætlum við að tryggja ábyrga starfsemi, hagaðilum, samfélagi og umhverfi til heilla.

Vegferð okkar í sjálfbærni og frumkvæði til meiri árangurs á þeim vettvangi má rekja aftur til ársins 2015 þegar hafist var handa við að safna skipulega upplýsingum um úrgang og undirbúa flutning í Hádegismóa, en húsið er byggt og hannað til að valda lágmarks umhverfisáhrifum.

Á síðasta ári hófst síðan markviss vinna að heildstæðri sjálfbærnistefnu og markmið fyrir árið 2023 voru sett. Starfsfólk Garra tók virkan þátt í greiningu og vali á sjálfbærniáherslum sem eru ábyrg starfsemi, mannauður, aðfangakeðja og viðskiptavinir.

Nánar um markmið Garra sjálfbærni

Grunngildi Garra eru heiðarleiki, áreiðanleiki og ástríða og við tökum ákvarðanir með þessi gildi að leiðarljósi. Gildin endurspegla grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjamenningu Garra. Léttleiki, sveigjanleiki og stuttar boðleiðir í bland við þekkingu og fagmennsku er lykillinn að árangri félagsins.

Mannauður

Helsti styrkur Garra er mannauðurinn og það frábæra starfsfólk sem þjónustar viðskiptavini okkar. Með því að þróa færni og þekkingu starfsmanna leggjum við grunninn að framtíðarvexti félagsins.

Á árinu 2022 innleiddi Garri jafnlaunavottun og fræðslustjóri var ráðinn til að styðja enn frekar við markmið okkar um eflingu mannauðs og ýta undir metnað og sköpunargáfu allra starfsmanna.

Aðfangakeðjan

Garri leggur mikið upp úr gæðum í hráefni og framleiðslu birgja og að þeir séu ábyrgir gagnvart samfélaginu og umhverfi.

Við erum ótrúlega stolt af birgjunum okkar og búum við þann frábæra kost að bjóða vörur frá fyrsta flokks framleiðendum bæði innlendum sem erlendum, vörur sem hafa unnið sér fastan sess hjá okkar viðskiptavinum. Því leggjum við ríka áherslu á langtíma samvinnu við alla okkar birgja.

Viðskiptavinir

Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu til allra viðskiptavina okkar og byggja ofan á það traust sem okkur hefur verið sýnt. Við leggjum ríka áherslu á stöðugleika í vöruframboði en erum jafnframt vakandi gagnvart breytingum og nýjungum á markaði. Við leggjum jafnframt ríka áherslu á ábyrga verðlagningu.

Umhverfismál skipta Garra máli og koma við sögu í öllu okkar starfi

Við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif rekstursins á náttúruna. Umhverfisvitund endurspeglast í öllum rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks.

Takk

Á þessum tímamótum viljum við þakka viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum fyrir farsælt samstarf og traust í okkar garð. Við ætlum að fagna vegferð okkar og árangri í Hörpu þann 24. mars.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest.

Magnús Magnússon

Framkvæmdastjóri og eigandi Garra

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið