Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veislan tilnefnd til Eddunnar
Tilnefningar til Eddunnar 2023 hafa verið gerðar opinberar. Verðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni síðan árið 1999. Þetta ár markar ákveðin þáttaskil því þetta verður í síðasta sinn sem verðlaunin verða veitt í núverandi mynd þar sem sjónvarp og kvikmyndir heyra til sömu verðlauna.
Innsend verk í ár eru fjölmörg, en þegar innsendingarfresti lauk þann 24. janúar sl. höfðu framleiðendur sent inn alls 165 verk. Að auki voru 332 innsendingar til fagverðlauna Eddunnar. Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2022 til 31. desember 2022.
Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 117 talsins og kvikmyndir 10, heimildamyndir eru 9 og 22 verk flokkast undir barna- og unglingaefni.
Það var í höndum ellefu valnefnda að fara yfir öll innsend verk og tilnefna í samtals 27 verðlaunaflokkum. Endanlegt val er svo í höndum Akademíunnar sem tilkynnt verður á hátíðinni sem haldin verður í Háskólabíó 19. mars næstkomandi. Hátíðin verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV að venju.
Auk þeirra verðlauna sem veitt verða í þeim flokkum sem taldir eru upp á eddan.is verða veitt sérstök heiðursverðlaun sem tilkynnt verða á hátíðinni, sem og verðlaun fyrir sjónvarpsefni ársins en val á því fer fram með sérstakri kosningu sem opin verður öllum á rúv.is.
Veislan tilnefnd til Eddunnar
Veislan, lífsstíls- og matarþátturinn, er tilfnefnd til Eddunnar í flokki „Menningarefni ársins“, en þættirnir fjalla um landið okkar, landslagið, matar- og tónlistarmenningu á Íslandi.
Leiðsögumenn eru flestum vel kunnir, þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason Michelin kokkur.
Gunnar Karl var að vonum ánægður með tilnefninguna og skrifar á facebook:
„Á dögunum var Veislan tilnefnd til Eddunnar. Eitthvað sem ég sá svo sannarlega ekki koma en á sama tíma auðvitað svo mikið klapp á bak okkar allra og svo ótrúlega sætt.
Þessum árangri hefði ekki verið hægt að ná án allra þeirra snillinga sem við heimsóttum og lögðu hönd á plóg við gerð þáttanna. Þvílíkur hópur, þvílík gestrisni.
Hlýjar kveðjur og hjartans þakkir.
Svo er það allt yndislega fólkið sem gerði þetta að veruleika, samferðafólkið í Veislunni. Hjartans þakkir fyrir samveruna í frábærum ferðalögum þvers og kruss um landið. Ekki bara komu þættirnir vel út heldur var bara svo gaman að vera með ykkur. Þessu mun ég aldrei gleyma.
Þetta var sko “Veisla”
Ykkar skál elsku vinir.“
Myndir á bak við tjöldin við gerð þáttanna er hægt að skoða með því að smella hér en eftirfarandi eru nokkrar myndir frá ferðalagi þeirra félaga sem að Lilja Jóns ljósmyndari tók:

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag