Keppni
Óðinn Arnar hreppti titilinn Markaðsneminn
Matreiðslukeppni Markaðsneminn var haldin um miðjan janúar s.l., en hún er haldin fyrir matreiðslunema á Fiskmarkaðnum, Grillmarkaðnum og La Trattoria. Keppnin fór fram á Grillmarkaðinum.
Núna í ár var þemað lax og var það Óðinn Arnar Freysson matreiðslunemi á Grillmarkaðnum sem tók fyrsta sætið.
Dómarar
Einvalalið af dómurum og eru allir matreiðslumenn að mennt:
Bragðdómarar:
Guðlaugur Frímansson, Grillmarkaðurinn
Kirill Ter-Martirosov, Fiskmarkaðurinn
Gestadómari var Gabríel Kristinn Bjarnason, matreiðslumaður á Dill.
Eldhúsdómarar:
Nick Andrew Torres La-Um
Lukasz Wieczorek
Tímadómari:
Alfreð Kort
Keppnisfyrirkomulag
Hráefnið í ár var lax að lágmarki 25% forréttur eða aðalréttur. Skila þurfti 4 diskum, 3 til dómara og 1 í myndatöku. Uppskriftir gildu 10% af heildarstigunum.
Fyrirkomulag keppninnar var blindsmakk, (bragð 50%, framsetning/útlit 25% og frumleiki og nýting hráefnis í þessu tilviki lax 25%)
Eldhúsdómarar dæmdu vinnubrögð 50%, hreinlæti 25% og umgengni og frágangur 25%.
Keppendur frá veitingastöðunum Fiskmarkaðnum, Grillmarkaðnum og La Trattoria máttu koma með allt tilbúið og höfðu 20 mín til að diska upp fjórum diskum.
Lesið fleiri fréttir af keppninni Markaðsneminn hér.
Ljósmyndir tók Björn Árnason

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni