Keppni
Íslenska Kokkalandsliðið vann til silfurverðlauna í gær – Myndir
Heimsmeistaramótið í matreiðslu stendur nú yfir í Lúxemborg og Íslenska kokkalandsliðið keppti í seinni keppnisgreininni sinni af tveimur í gær.
Greinin heitir „Chef’s Table” þar sem eldaður er þrettán rétta „fine-dining“ máltíð fyrir 12 manns. Dómefnd mótsins birti niðurstöðurnar fyrir daginn í gær núna rétt í þessu og hlaut liðið silfur verðlaun fyrir frammistöðuna.
Eins og fram hefur komið þá vann liðið til gullverðlaunanna fyrir fyrri keppnisdaginn sinn, sl. laugardag. Lokaniðurstaða samanlagðrar stigakeppni liggur svo fyrir undir lok dags á morgun.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem rekur Íslenska Kokkalandsliðið. Keppnismatreiðsla er í rauninni frádráttarkeppni og er fyrirkomulagið þannig að það byrja allir með 100 stig sem lækkar síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs.
Gullframmistaða er yfir 90 stig, silfurframistaða milli 80 og 90 stig og brons milli 70 og 80 stig. Á mótinu í ár eru um 20 lönd sem taka þátt. Úrslit verða svo kynnt Lúxemborg á fimmtudaginn og liðið kemur svo heim á föstudag.
Myndir sem fylgja eru frá keppninni í gær og eru teknar af Brynju Kr. Thorlacius.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann