Keppni
Úrslit í Dessert keppni Arctic Challenge – Myndir
Dagur hófst snemma í morgun, salurinn var gerður tilbúinn fyrir allt sem þurfti að vera til taks í Dessert keppni Arctic Challenge , en keppnin fór fram í Verkmenntaskóla Akureyrar í dag.
Sjá einnig: Dessert keppni Arctic Challenge og Ekrunnar
Konráð Vestmann Þorsteinsson matreiðslumeistari, eða betur þekktur sem Konni frá Ekrunni, mætti á svæðið og bauð upp á kynningu og smakk frá Valrhona súkkulaði sem að gestir gátu gætt sér á en keppendur fengu skaffað súkkulaði frá Valrhona sem eitt af lykilhráefnum eftirréttarins.
Keppendur voru með frábæra eldhúsaðstöðu með allt nauðsynlegt til taks og hófu strax undirbúning. Leyfilegt vera að koma með allt fráefni forunnið til samsetningar fyrir keppnina svo einungis þurfti að setja réttinn saman áður en dómarar smakka.
Keppendur voru sjö talsins og voru skil á réttum eftirfarandi:
Kristinn Hugi Arnarsson – kl: 11:50
Magnús Steinar Magnússon – kl: 12:10
Hafþór Freyr Sveinsson – kl: 12:30
Karolína Helenudóttir – kl: 13:10
Jón Arnar Ómarsson – kl: 13:30
Mikael Páll Davíðsson – kl: 13:50
Davíð Þór Þorsteinsson – kl: 14:10
Úrslit
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Magnús Steinar Magnússon
2. sæti – Davíð Þorsteinsson
3. sæti – Hafþór Freyr Sveinsson
Keppendur fengu ákveðið þema og í ár var „Íslenska haustið“. Eftirréttir urðu að innihalda þrjú ákveðin hráefni sem skyldu vera ríkjandi: Lakkrís, Ber og Súkkulaði.
Ekran sá um að skaffa keppendum súkkulaði frá Valhrona til notkunar.
Dæmi um nýtingu hráefna hjá keppendum voru meðal annars: Súkkulaði gljáð lakkrísmús með brómberja fyllingu, létt pikkluð brómber, rifsberja couli, súkkulaði svampur með bláberjasykurpúðum, lakkrís kex, myntu gel og anís súkkulaðimús, súkkulaði lakkrís bolti fylltur með bláberja búðing, bláberja skyrmús og couli og fleiri dæmi.
Það vantaði ekki hugmyndaflugið hjá þessum efnilegu keppendum og stóðu þeir sig allir með stakri prýði. Virkilega ánægjulegt að sjá metnaðinn og ástríðuna.
Dómnefnd:
Alfreð Pétur Sigurðsson
Kolbrún Hólm Þórleifsdóttir
Dómnefnd dæmdi eftir bragði og áferð, vinnu, útliti, skil á réttum tíma, útlit og frágangur möppu.
Eftir að allir höfðu skilað af sér var öllum keppendum stillt upp meðal dómnefnd og áhorfendum þar sem verðlaunað var fyrir fyrstu þrjú sætin.
Sigurvegarinn fékk glæsilegan bikar sem gerður var af Skiltagerð Norðurlands, viðurkenningaskjal frá Arctic Challenge, gjafakörfu frá Ekrunni, gjafaöskju frá Garra, Amarula líkjörsflösku frá Globus, gjafabréf frá Kjarnafæði – Norðlenska, gjafabréf fyrir tvo í Jarðböðin við Mývatn, 50.000kr gafabréf á Glerártorg.
Annað sæti hlaut viðurkenningaskjal frá Arctic Challenge, gjafakörfu frá Ekrunni, gjafaöskju frá Garra, Amarula líkjörsfösku frá Globus, gjafabréf frá Kjarnafræði – Norðlenska, gjafabréf fyrir tvo í Jarðböðin við Mývatn og 30.000kr gjafabréf á Glerártorg.
Þriðja sætið hlaut viðurkenningaskjal frá Arctic Challenge, gjafaöskju frá Garra, Amarula líkjörsflösku frá Globus, gjafabréf frá Kjarnafæði – Norðlenska og 20.000kr gjafabréf á Glerártorg.
Arctic Challenge átti veg og vanda að undirbúningi, en Arctic Challenge eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi.
Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.
Myndir: aðsendar / Arctic Challenge
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur