Frétt
Rúsínur innkallaðar vegna þess að framleiðslulotan stenst ekki kröfur til geymsluþols og er byrjuð að þrána
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Muna rúsínum sem Icepharma ehf. flytur inn frá Þýskalandi. Varan hefur verið innkölluð vegna þess að framleiðslulotan stenst ekki kröfur til geymsluþols og er byrjuð að þrána. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Einungis á innköllunin við eftirfarandi framleiðslulotu.
- Vörumerki: Muna
- Vöruheiti: Rúsínur
- Strikamerki: 5694230036257
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31.12.2022
- Lotunúmer: 311222
- Nettómagn: 500 g
- Framleiðsluland: Þýskaland
- Innflytandinn: Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
- Dreifing: Nettó, Melabúðin, Fjarðarkaup, Heimkaup, Þín Verslun, Hjá Jóhönnu, Kjörbúðin, Krambúð, Iceland, Veganmatur, HALPAL, Hlíðarkaup, Lyfjaver.
Neytendur sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Hægeldaður saltfiskur