Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Friðjón F. Helgason matreiðslumeistari tekur við veitingarekstrinum á Jaðri

Frá afhendingu lykla að golfskála Golfklúbbs Akureyrar.
F.v. Hafdís Rán Reynisdóttir, Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri GA og Friðjón H. Helgason
Þau hjónin Friðjón H. Helgason og Hafdís Rán Reynisdóttir hafa tekið við rekstri á Jaðri, golfskála Golfklúbbs Akureyrar.
Friðjón er lærður matreiðslumeistari og hefur víðtæka reynslu og starfað í veitingageiranum til fjölda ára m.a. verið yfirmatreiðslumaður á veitingahúsum í Reykjavík og Kaupmannahöfn, séð um veisluþjónustu og nú síðast yfirmatreiðslumaður á Icelandair hótel Akureyri.
„Ég sé marga möguleika á að þróa og bæta veitingasöluna hér á Jaðri. Það er virkilega spennandi verkefni framundan að gera veitingaaðstöðuna enn eftirsóknarverðri fyrir kylfinga sem og alla aðra gesti. Hugmyndirnar eru margar og erum við full tilhlökkunar að taka á móti félagsmönnum GA og fá að kynnast þeim.“
Segir Friðjón í tilkynningu frá Golfklúbbi Akureyrar.
Áður hafði Jón Vídalín séð um rekstur veitingasölunnar.
Á Jaðri er boðið upp á heitan mat ásamt kaffi, kökum og smurðu brauði. Golfskálinn hentar vel til veisluhalda, hvort sem er stórafmæla, ferminga eða giftinga.
Myndir: gagolf.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







