Vertu memm

Markaðurinn

Öflugt vöruþróunarteymi hjá Nóa Síríus – Þetta er klárlega súkkulaðiveisla fyrir sælkera

Birting:

þann

Nói Síríus

Hjá Nóa Síríus starfar öflugt vöruþróunarteymi sem hittist í hverri viku til að fara yfir hugmyndir af nýjungum og smakka allskyns samsetningar af sælgæti.

Dyggu viðskiptavinir Nóa Síríus eru mjög duglegir að gefa sér tíma og senda teyminu hugmyndir af nýjungum ásamt því að segja frá þeim vörum sem þeir sakna hvað mest og eru starfsmenn alltaf að leitast eftir því að uppfylla óskir viðskiptavina Nóa Síríus.

Alda Björk Larsen

Alda Björk Larsen

„Það hefur skapast ákveðin hefð hjá okkur að koma með nýjungar í takmörkuðu magni og þá sérstaklega á sumrin en það kemur líka fyrir að við höfum ákveðið að bæta vörunni í fast vöruval hjá okkur þar sem varan hefur algjörlega slegið í gegn.“

Segir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus, en hún er ein af þeim heppnu að vera hluti af vöruþróunarteyminu.

Alda fer hér yfir hvað er nýtt og spennandi í boði hjá Nóa Síríus.

10 ára afmæli Nóa Kropps með appelsínubragði fagnað

Nóa Kropp

Við störtuðum sumrinu í ár með því að fagna 10 ára afmæli Nóa Kropps með appelsínubragði, en það var fyrsta sumar tegundin sem kom á markað hjá okkur og sló algjörlega í gegn. Margir hafa beðið spenntir eftir því að það komi aftur á markað og höfum við fengið fjölda beiðna um að koma með það aftur. Því var það okkur sönn ánægja að bjóða uppá það í sumar og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa og seldist það upp hjá okkur. Við ákváðum því að bregðast við og ætlum að auka við magnið til að gleðja okkar viðskiptavini.

Trítlarnir eru gífurlega vinsælir

Trítlar - Nói Síríus

Trítlarnir okkar hafa líka notið gífurlegra vinsælda og höfum við komið með sumar útgáfu af Trítlunum síðustu 3 ár. Í ár komum við með súper súra Trítla, þeir eru í ótrúlega  fallegum pastellitum og eru þeir einstaklega bragðgóðir.

Sumarið kemur með Hvelli

Tromp Hvellur

Það má segja að sumarið hafi komið með Hvelli, en þessi skemmtilega vara Tromp Hvellur kom á markað í fyrra sumar í tveimur útfærslum og slógu þeir heldur betur í gegn. Við fögnum því að geta boðið þá aftur í sumar og erum þeir komnir í verslanir í tveimur tegundum, Tromp Hvellur með kókosfyllingu og Tromp Hvellur með piparfyllingu.

Þessi vara sameinar alla krafta, stökka krispið í silkimjúka Síríus súkkulaðinu sem er algjörlega einstakt á móti sterka piparfyllta lakkrísnum sem leikur við bragðlaukana. Þetta er ein af sumarvörunum okkar og hvet ég fólk til að drífa sig í næstu verslun og smakka enda er þetta í takmörkuðu magni.

Sumar Nóa kroppið í ár er Bíó Kropp

Bíó kropp

Sumar Nóa kroppið í ár er Bíó Kropp, þessi vara hefur fengið alveg frábærar viðtökur og erum við virkilega glöð hve vel heppnaðist til. Við  höfum komið með nýjar bragðtegundir af Nóa kroppi í 10 ár og því ekki alveg jafn auðvelt og í byrjun að koma með nýja bragðtegund.

Þessi nýja bragðtegund sameinar að mörgu leiti þá upplifun sem margir elska poppkorn og súkkulaði. Það er eitthvað við það að blanda Síríus rjómasúkkulaðinu saman við stökku kex kúlurnar sem eru með salt- og smjörbragði sem er svo ómótstæðilegt.

Það er líka ákveðin bíó stemmning við þetta bragð og fyrir sannkallaða sælkera þá mæli ég með því að blanda Bíó kroppinu saman við popp það er algjör snilld.

Litrík og ljúffeng, Síríus rjómasúkkulaði með súkkulaðiperlum

Síríus rjómasúkkulaði með súkkulaðiperlum

Við kynntum til leiks í síðustu viku einstaklega litríka og skemmtilega sumar nýjung, Síríus rjómasúkkulaði með litríkum súkkulaðiperlum. Þessi vara er bæði bragðgóð og einstaklega falleg fyrir augað og eiga viðskiptavinir okkur ekki eftir að verða sviknir af þessu skemmtilega og fallega súkkulaði. Ein vinsælasta varan í blandbörunum er Síríus Súkkulaðiperlu hnapparnir okkar því ákváðum við að koma til móts við þennan hóp og koma með þessa vöru í sumar. Platan er líka einstaklega vel heppnuð og skína litríku perlurnar vel í gegn í plötunni.

Enn ein nýjungin væntanleg

Við lumum á einni snilld en í sumar sem kemur á markað í kringum miðjan júní, en það er í tengslum við samstarf okkar við Bestu deildina í fótbolta. Við erum einstaklega stolt af því samstarfi að styðja við okkar frábæra íþróttafólk.

Síríus súkkulaðið frá Nóa Síríus verið með þjóðinni í yfir hundrað ár

Því má með sanni segja að það er alltaf eitthvað spennandi í gangi hjá okkur í Nóa Síríus og hlökkum við til að kynna fleiri nýjungar fyrir þjóðinni enda hefur Síríus súkkulaðið frá Nóa Síríus verið með þjóðinni í yfir hundrað ár.

Allt súkkulaði frá Nóa Síríus er vottað af Cocoa Horizons samtökunum

Cocoa Horizon

Það er líka gott að hugsa til þess að frá árinu 2013 hefur Síríus súkkulaðið verið framleitt með vottuðu kakóhráefni af samtökum sem nefnast Cocoa Horizons. Það þýðir að kakóhráefnið í súkkulaðið er ræktað á ábyrgan hátt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samtökin Cocoa Horizons styðja við bændur með bættum lífskjörum og markmið samtakanna er að efla stöðu kvenna á svæðinu ásamt betra aðgengi að menntun, bættri heilbrigðisþjónustu og öruggu vatni.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið