Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veislan – 2. þáttur – Gunni Kalli og Dóri DNA með 40 manna veislu – Dóri: „Þú ættir að loka Dill og opna steikhús“
Annar þáttur Veislunnar var sýndur í gær á RÚV þar sem þáttastjórnendurnir, Gunnar Karl Gíslason Michelin-kokkur og Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA, heimsóttu Austfirðina og Borgarfjörð Eystra.
Þeir félagar fljúga austur á Egilsstaði á leið sinni til Borgarfjarðar Eystri. Fyrsta stopp var fallegi veitingastaðurinn Nielsen á Egilsstöðum, áleiðis til Norðfjarðar/Neskaupsstaðar til að taka hús á Hákoni, borðað á Beituskúrnum og rölt um bæinn.
Á Borgarfirði Eystri tók Auður Vala á móti þeim á Hótel Blábjörgum. Gunnar og Dóri kíktu við á Lundahótelinu sem staðsett er við lundahólinn við smábátahöfnina og fóru á kajak til að ná í þara áður en rölt var um þorpið. Kalli Kóngur bauð Gunnari að skoða saltfiskvinnsluna og hús var tekið á Njarðvík til að ná í nautakjöt.
Veislan var síðan haldin á gömlu steinbryggjunni í blíðskaparveðri fyrir 40 manns.
Þáttinn í heild sinni er hægt að horfa á með því að smella hér.
Um þættina:
Leikstjóri: Hannes Þór Arason.
Hugmynd: Kristinn Vilbergsson og Lilja Jóns.
Leikarar: Gunnar Karl Gíslason og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) leiðsögumenn og þáttastjórnendur.
Framleiðslufyrirtæki: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.
Meðframleiðslufyrirtæki : Zik Zak kvikmyndir.
Veislan eru lífsstíls- og matarþættir sem fjalla um landið okkar, landslagið, matar- og tónlistarmenningu á Íslandi í gegnum fólkið sem hér býr.
Leiðsögumenn þáttanna eru flestum vel kunnir, þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason Michelin kokkur. Þeir félagar bjóða áhorfendum að slást í för með sér og kynnast mismunandi landshlutum og íbúum þeirra í hverjum þætti.
Þeir heimsækja meðal annars minna þekkta staði á landinu, kynnast áhugaverðu fólki á leiðinni þar sem þeir fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun á sviði auðlindanýtingar okkar.
Á leið sinni á hvern stað, safna þeir kunnáttu og hráefnum til veisluhalda sem Gunnar Karl matreiðir í lok hvers þáttar af sinni alkunnu snilld með dyggri aðstoð heimamanna. Oftar en ekki fáum við einnig að njóta tónlistar þeirra sem eru á staðnum á meðan hópur fólks nýtur afraksturs ferðalagsins í veislu.
Myndir: Lilja Jóns
Instagram Veislunnar: @veislan_ferdalag
Horfið á þátt 2 með því að smella hér.
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt