Frétt
Listería í kofareyktum regnbogasilungi
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kofareyktum regnbogasilungi frá fyrirtækinu Hnýfill ehf. Grunur er um mengun vegna Listeria monocytogenis í vörunni og í varúðarskyni hefur hún verið stöðvuð í sölu og innköllun af markaði.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Kofareyktur regnbogasilungur
- Framleiðandi: Hnýfill ehf., Óseyri 22, 600 Akureyri
- Framleiðsludagur: 11.04.2022
- Lotunúmer: 23116295
- Strikamerki: 23116295
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Olís verslun í Varmahlíð, Kjörbúðin á Siglufirði, Dalvík og Blönduósi, Krambúðin Byggðavegi og Búðardal, Kaupfélag V- Húnvetninga, Nettó á Glerártorgi, Hrísalundi, Selfossi og Ísafirði.
Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til viðkomandi verslun þar sem hún var keypt.
Mynd: mast.is
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro