Keppni
Sigurður Haraldsson hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna hélt í fimmtánda sinn fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna nú á dögunum. Verðlaunaafhending var haldin Hótel-, og Matvælaskólanum í Kópavogi.
Keppnin fór þannig fram að kjötiðnaðarmenn sendu inn vörur með nafnleynd til dómarahóps sem dæmdi vörurnar eftir faglegum gæðum. Hver keppandi mátti senda inn allt að 10 vörur til keppninnar.
Allar vörur byrjuðu með fullt hús stiga eða 50 stig. Dómarar leituðu síðan að öllum hugsanlegum göllum.
Við hvern galla sem fannst, fækkaði stig. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur fengið gull, silfur eða brons verðlaun.
Gull: Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að fá 49 til 50 stig og vera nánast gallalaus.
Silfur: Til þess að fá silfurverðlaun þarf varan að fá 46 til 48 stig og má aðeins vera með lítilsháttar galla.
Brons: Til þess að fá bronsverðlaun þarf varan að fá 42 til 45 stig.
Vörur í keppninni í ár voru 101 og fengu 72 vörur verðlaun, þar af fengu 53% innsendra vara gullverðlaun, 17% fengu silfurverðlaun og 30% fengu bronsverðlaun. Vörurnar voru dæmdar í húsnæði Hótel-, og Matvælaskólans í Kópavogi og þar gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða og smakka innsendar vörur.
Titilinn Kjötmeistari Íslands
Titilinn Kjötmeistari Íslands hlýtur sá kjötiðnaðarmaður sem fær flest stig samanlagt úr fimm stigahæstu vörum sínum.
Það var Sigurður Haraldsson kjötiðnaðarmeistari sem hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands.
Starfsmenn keppninnar
Dómnefnd:
Eðvald Sveinn Valgarðsson, yfirdómari
Árni Níelsson
Arnar Sverrisson
Erla Jóna Guðjónsdóttir
Ómar B. Hauksson
Kristján G. Kristjánsson
Magnús Friðbergsson
Hreiðar Örn Zoega Stefánsson
Þorsteinn Þórhallsson
Ritari:
Björk Guðbrandsdóttir
Fagkeppnisnefnd MFK:
Formaður Jón Þorsteinsson
Sigurfinnur Garðarsson
Ingólfur Baldvinsson
Hafþór Hallbergsson
Um Meistarafélag kjötiðnaðarmanna
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna var stofnað 5. febrúar 1990. Eitt af meginmarkmiðum félagsins er að vinna að aukinni menntun, verkkunnáttu og vöruvöndun í greininni. Svo og að standa fyrir kynningu og fræðslu á þeim sviðum er kjötiðnina varðar. Félagsmenn eru nú 88 kjötiðnaðarmeistarar starfandi í kjöt- og matvælavinnslum og öðrum matvælatengdum fyrirtækjum og stofnunum.
Mynd: Sigmundur G. Sigurjónsson
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi