Starfsmannavelta
Caffe Bristól lokar – „Við höfum misst húsnæðið“
Kaffihúsið og veitingastaðurinn Caffe Bristól sem staðsett er í Bauhaus við Lambhagaveg 2 í Reykjavík lokar, en Caffe Bristól opnaði fyrir 5 árum síðan í húsnæði Bauhaus.
„Við erum með opið í dag og endurgreiðum matarkortin. Við erum ekki með hádegismat í dag. Við erum að missa húsnæðið og höfum ekki fundið annað húsnæði. Svo við verðum að loka.“
Segir í tilkynningu frá Caffe Bristól.
Caffe Bristól bauð upp á heitan mat i hádeginu og það helsta af grillinu og kaffi og meðlæti fram eftir degi.
![Veitingahjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/02/margret-thor-hammer-1024x765.jpg)
Veitingahjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer voru áður með veitingastaðinn Grillið Hjá Möggu í Hveragerði.
Mynd: Lárus Ólafsson
Eigendur voru þau hjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer, en þau ráku áður Grillið hjá Möggu í Hveragerði og einnig tjaldsvæðið í Hveragerði í 7 ár.
Margrét starfaði eitt sinn sem smurbrauðsdama á Hótel Sögu og hefur unnið á ýmsum stöðum hér á landi, t.a.m. á Brauðbæ, Veitingamanninum/ Höfðakaffi, að auki í Noregi, Danmörku og einnig starfaði hún á dvalarheimilinu Höfða Akranesi. þau hjónin hafa starfað sem leiðsögumenn. Margrét starfaði einnig i Upplýsingamiðstöð Suðurlands i Hveragerði.
Þór Ólafur hefur unnið á ýmsum stöðum þ.á.m. Akri á Akranesi, Össuri og Aðföngum og einnig i matvælaiðnaðinum Danmörku.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný