KM
Frábærir dagar!
Undanfarnir dagar hafa verið mjög strembnir og hefur mikið mætt á okkar félögum að undanförnu. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóg undanfarna daga og um leið óska okkur öllum til hamingju með ótrúlega vel heppnað NKF þing og mjög vel heppnaðar matreiðslukeppnir.
Erlendu gestir okkar höfðu á orði hversu vel heppnuð heimboðin hafi verið og gaman að koma inn á íslensk heimili og kynnast okkur og okkar fjölskyldum. Sérstakalega þótti þeim gaman að við gerðum okkur far um að gera kvöldið ógleymanlegt með því að koma þeim á óvart með hinum ýmsu uppátækjum.
Þátttakendum og sigurvegurum helgarinnar óska ég innilega til hamingju með árangurinn, enn og aftur er það að koma í ljós hversu sterkar keppnirnar eru að verða hjá okkur og aðeins örfá stig skilja á milli keppenda. Keppnin íslenskt eldhús sem haldin var í annað skiptið er að taka á sig mynd og mikil þróun hefur orðið milli ára, gaman er að sjá matreiðslumennina kafa djúpt inn í matreiðsluhefðir og einkenni heimahéraðs síns.
Skiptar skoðanir eru á því hvort þessi keppni eigi að vera eins og hinar keppnirnar eða ekki, Það ræðst nú sennilega bara eftir því hvaða matreiðslumenn taka þátt, ásamt því hvernig umgjörð keppninnar verður. Keppnir eiga að fá tíma til að þróast og taka breytingum tíðarandans og er þessi keppni engin undantekning þar á.
Það eru bjartir tímar framundan og mörg spennandi verkefni komin í gang, nýr landsliðshópur er kominn á fullt í undirbúningi sínum fyrir HM í LUX 2010 og ný stjórn KM er að hefja undirbúning fyrir næsta vetur. Samstarfsaðilum okkar er sífellt að fjölga og verðug verkefni sem við munum vinna að með okkar samstarfsaðilum á næstunni.
Eftir þennan vetur er ég þess fullviss að KM er á réttri braut og við munum ná að laða að okkur jafnt nýja sem gamla félaga til að taka þátt í að gera KM að enn stærri og öflugri klúbb en áður.
Kær Kveðja.
Alfreð Ómar Alfreðsson
Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or11 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or6 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun