Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vilhelm Patrick sækir um leyfi fyrir mathöll við Glerárgötu 28 á Akureyri
„Þetta er á frumstigi og alveg óvíst hvað af verður,“
segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi jarðhæðar hússins númer 28 við Glerárgötu í samtali við Vikublaðið á Akureyri.
Hann hefur sótt um leyfi til skipulagssviðs Akureyrarbæjar fyrir mathöll í húsinu. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu að því er fram kemur í bókun skipulagsráðs vegna fyrirspurnarinnar.
Skipulagsráð hefur samþykkt að grenndarkynna áformin þegar fullnægjandi göng hafa borist og en kynna þarf erindið fyrir húseigendum og rekstraraðilum við Glerárgötu 26, 28 og 30.
Vilhelm á jarðhæð hússins við Glerárgötu 28. Ásprent var þar með rekstur um árabil, en félagið varð gjaldþrota á fyrri hluta síðasta árs. Prentmet Oddi leigir nú um það bil einn þriðja af jarðhæðinni undir sína starfsemi, af því er fram kemur á vef Vikublaðsins sem fjallar meira um málið.
Mynd: Vikublaðið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






