Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vilhelm Patrick sækir um leyfi fyrir mathöll við Glerárgötu 28 á Akureyri
„Þetta er á frumstigi og alveg óvíst hvað af verður,“
segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi jarðhæðar hússins númer 28 við Glerárgötu í samtali við Vikublaðið á Akureyri.
Hann hefur sótt um leyfi til skipulagssviðs Akureyrarbæjar fyrir mathöll í húsinu. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu að því er fram kemur í bókun skipulagsráðs vegna fyrirspurnarinnar.
Skipulagsráð hefur samþykkt að grenndarkynna áformin þegar fullnægjandi göng hafa borist og en kynna þarf erindið fyrir húseigendum og rekstraraðilum við Glerárgötu 26, 28 og 30.
Vilhelm á jarðhæð hússins við Glerárgötu 28. Ásprent var þar með rekstur um árabil, en félagið varð gjaldþrota á fyrri hluta síðasta árs. Prentmet Oddi leigir nú um það bil einn þriðja af jarðhæðinni undir sína starfsemi, af því er fram kemur á vef Vikublaðsins sem fjallar meira um málið.
Mynd: Vikublaðið
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný