Keppni
Arctic Challenge – Nýjar myndir – Allt um keppnina
Tvær keppnir voru haldnar þann 10. janúar s.l. á Strikinu Akureyri með yfirskriftinni Arctic Challenge, en þessi menningarviðburður var til þess gerður að sameina matreiðslu (Arctic Chef) og kokteilagerð (Arctic Mixologist) í eina keppni.
Fullbókað var í báðar keppnirnar, en hún var haldin í fyrsta sinn nú, en stjórnendur keppninnar stefna á að gera að árlegum viðburði í bæjarlífinu. Þátttökugjald var 3000 kr.
Strikið er með tvo sali og fór kokteilkeppnin fram í öðrum þeirra og matreiðslukeppnin í hinum. Strikið var lokað fyrir almenningi þann daginn á meðan keppni stóð yfir, en opið var fyrir fólk úr veitingageiranum og styrktaraðila svo hægt var að hvetja sitt fólk áfram.
Arctic Chef
Í matreiðslukeppninni var skilyrði að keppandi væri búinn með sveinspróf eða búinn með námssamning. Keppandi skilaði inn köldum forrétti með fyrirfram ákveðnu hráefni og heitum aðalrétti sem einnig var með fyrirfram ákveðnu hráefni, með 15 mínútna millibili.
Dómarar voru fjórir. Þrír sáu um blindsmakk og dæmdu m.a bragð, áferð, vinnu o.s.frv. Fjórði dómari er eldhúsdómari sem dæmdi m.a frágang, passaði að klæðnaður væri viðeigandi o.s.frv.
Keppendur í Arctic Chef voru:
Úrslit í Arctic Chef
Það var Aron Gísli Helgason frá Brút restaurant sem sigraði í Arctic chef, en úrslitin voru eftirfarandi:
1. sæti – Aron Gísli Helgason frá Brút restaurant
2. sæti – Jón Birgir Tómasson frá Múlaberg
3. sæti – Guðmundur Sverrisson frá Múlaberg
Arctic Mixologist
Hjá barþjónunum var aðeins meira rými fyrir keppendur, en engin skilyrði var að vera faglærður eða nemi í faginu. Heldur máttu veitingastaðir/barir senda frá sér hvern sem er sem vildu taka þátt.
Barþjónarnir þurftu að blanda kokteilinn fyrir framan dómnefnd. Dómnefndin gat þá átt samskipti við hvern barþjón fyrir sig til þess að fá hugmynd um hver hugsunin er bakvið hvern og einn kokteil.
Dómarar dæmdu eftir bragð, lykt, útliti, þema, vinnubrögðum og hreinlæti. Hver keppandi á bar fékk 10 mínútur til þess að blanda og skila frá sér tvöfaldri uppskrift fyrir framan dómnefnd.
Síðan hafði dómnefnd 5 mínútur til að tala sín á milli og gefa einkunn.
Keppendur í Arctic Chef voru:
Úrslit í Arctic Mixologist:
Það var Unnur Stella Níelsdóttir frá Múlaberg sem sigraði í keppninni með drykkinn Rabbis Blues, en efstu þrjú sætin voru eftirfarandi:
1. Unnur Stella Níelsdóttir – Múlaberg
2. Þórkatla Eggerz Tinnudóttir – R5 bar
3. Ýmir Valsson – Múlaberg
Dómarar
Það var flottur hópur af dómurum sem dæmdu í Arctic Challenge, en dómgæslan var þannig háttað að sitthvort dómarateymið dæmdu kokteila-, og kokkakeppnina.
Dómnefnd í Arctic Mixologist voru:
Jónína Björg Helgadóttir – eigandi á menningar og veitingastaðnum Majó
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson – Sommelier/Vínþjónn allra Íslendinga
Sigmar Örn Ingólfsson – Framreiðslumeistari
Dómnefnd í Arctic Chef voru:
Haraldur Már Pétursson – eigandi á Salatsjoppunni
Haukur Gröndal – Forstöðumaður eldhúsinu á SAK
Snæbjörn Kristjánsson – forstöðumaður eldhúsinu á Hrafnagili
Eldhúsdómari var Kristinn Frímann Jakobsson
Stjórnendur Arctic Challenge
Viðburðarhaldarar Arctic Challenge voru eftirfarandi:
Styrktaraðilar
Fylgstu með
Samfélagsmiðlar Arctic Challenge eru:
Instagram: acakureyri
Facebook: acakureyri
Sýnt var frá keppninni á veitingageirasnappinu: Veitingageirinn
Meðfylgjandi myndir tók Auðunn Níelsson ljósmyndari
Myndir: Auðunn Níelsson
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð