Vertu memm

Frétt

Slakað á skilyrðum við ferðaþjónustuna og veitingageirann um tekjufallsstyrki í Frakklandi

Birting:

þann

Frakkland - La Petite Venise

Slakað verður á skilyrðum um tekjufallsstyrki í Frakklandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem nýjasta bylgja heimsfaraldursins hefur haft, en frá þessu greinir turisti.is. Fyrirtæki sem geta sýnt fram á að tekjur hafi lækkað um helming geta þar með sótt um stuðning á greiðslum á föstum kostnaði. Áður var gert skilyrði um að tekjurnar hefður lækkað um að minnsta kosti 65 prósent.

Samkvæmt frétt Bloomberg sem að turisti.is vekur athygli á, þá er þessi stuðningur sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í ferðaþjónustu og veitingarekstri.

Til viðbótar við tekjufallsstyrkina þá eru frönsk stjórnvöld einnig að skoða undanþágur frá opinberum gjöldum og eins að seinka afborgunum á þeim ríkistryggðu lánum sem fyrirtækjum buðust fyrr í heimsfaraldrinum.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið