Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
2Guys opnar formlega – Hjalti: „non stop biðröð út að dyrum“ – Myndir
Smass hamborgarastaðurinn 2Guys opnaði formlega á fimmtudaginn síðastliðinn. 2Guys er staðsettur við Laugaveg 105 í Reykjavík og eigendur eru þeir Hjalti Vignis og Róbert Aron.
„Frá opnun hafa viðtökurnar verið langt umfram væntingar. Allt prepp fyrir gærdaginn kláraðist eftir hádegisrushið þannig að það þurfti að taka auka prepp hið snarasta og hringja nokkur „mayday“ símtöl í birgjana og non stop biðröð út að dyrum.“
Sagði Hjalti Vignis í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig gengið hefur frá því að staðurinn opnaði.
„Gærkvöldið var frábært, vinahópar kíktu í börger, bjór og pílu. Frábært að hafa strákana í Skor hérna með okkur því það er ekki bara maturinn sem trekkir, það er full blown bar og kjörið fyrir vina og vinkonuhópa að taka pílu með drykkjum og mat, svo ég tali nú ekki um saumaklúbbinn“
Smassborgarar af bestu gerð
2Guys hefur verið starfræktur sem “pop up” veitingastaður s.l. ár og var síðast í húsnæðinu við Klapparstíg 38 við hliðina á Kalda Bar og er núna kominn í framtíðarhúsnæði við Laugaveg 105.
2Guys býður upp á smass hamborgara konsept þar sem áhersla er lögð á djúsi borgara, stökkar franskar og nóg af osti.
„Vantaði algerlega bar og hamborgarastað á þessu svæði“
„Fólk er mjög ánægt með staðinn þar sem það vantaði algerlega bar og hamborgarastað á þessu svæði. Að fá hrós frá viðskiptavinum er það sem kemur manni framúr rúminu á morgnanna og ástæðan fyrir að maður heldur ástríðunni í þessu og gefur ekki þumlung eftir.“
Sagði Hjalti að lokum.
Óskum þeim félögum velgengni með 2Guys.

-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards