Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
2Guys opnar formlega – Hjalti: „non stop biðröð út að dyrum“ – Myndir
Smass hamborgarastaðurinn 2Guys opnaði formlega á fimmtudaginn síðastliðinn. 2Guys er staðsettur við Laugaveg 105 í Reykjavík og eigendur eru þeir Hjalti Vignis og Róbert Aron.
„Frá opnun hafa viðtökurnar verið langt umfram væntingar. Allt prepp fyrir gærdaginn kláraðist eftir hádegisrushið þannig að það þurfti að taka auka prepp hið snarasta og hringja nokkur „mayday“ símtöl í birgjana og non stop biðröð út að dyrum.“
Sagði Hjalti Vignis í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig gengið hefur frá því að staðurinn opnaði.
„Gærkvöldið var frábært, vinahópar kíktu í börger, bjór og pílu. Frábært að hafa strákana í Skor hérna með okkur því það er ekki bara maturinn sem trekkir, það er full blown bar og kjörið fyrir vina og vinkonuhópa að taka pílu með drykkjum og mat, svo ég tali nú ekki um saumaklúbbinn“
Smassborgarar af bestu gerð
2Guys hefur verið starfræktur sem “pop up” veitingastaður s.l. ár og var síðast í húsnæðinu við Klapparstíg 38 við hliðina á Kalda Bar og er núna kominn í framtíðarhúsnæði við Laugaveg 105.
2Guys býður upp á smass hamborgara konsept þar sem áhersla er lögð á djúsi borgara, stökkar franskar og nóg af osti.
„Vantaði algerlega bar og hamborgarastað á þessu svæði“
„Fólk er mjög ánægt með staðinn þar sem það vantaði algerlega bar og hamborgarastað á þessu svæði. Að fá hrós frá viðskiptavinum er það sem kemur manni framúr rúminu á morgnanna og ástæðan fyrir að maður heldur ástríðunni í þessu og gefur ekki þumlung eftir.“
Sagði Hjalti að lokum.
Óskum þeim félögum velgengni með 2Guys.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla