Frétt
Hvað myndi áfengið kosta með evrópskum sköttum?
Áfengisgjald hækkar um 2,5% samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022. Ekkert virðist ógna Evrópumeti Íslands í áfengissköttum, samkvæmt nýjum samanburði á skattlagningu áfengis í ríkjum álfunnar, þótt áfengisframleiðendur víða erlendis hafi kvartað undan hækkunum á áfengisgjöldum, að því er fram kemur á vef Félags atvinnurekenda.
Á myndinni hér að ofan má sjá hversu stóran hluta ríkisvaldið tekur til sín af útsöluverði nokkurra flokka áfengra drykkja, miðað við tilteknar forsendur um áfengismagn og stærð umbúða. Til ríkisins rennur áfengisgjaldið, virðisaukaskattur, skilagjald og álagning Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Mest fær ríkið í sinn hlut af verði vodkaflösku, eða 93,6%, þá af verði bjórflösku (81,6%) en heldur minna af léttvínsflösku (62,6%), og léttvínskassa (72,2%).
Áfengisgjöld eru margfalt Evrópumeðaltalið
Eins og áður sagði eru áfengisgjöld á Íslandi þau langhæstu í Evrópu. Evrópusamtök áfengisframleiðenda, Spirits Europe, safna reglulega gögnum um skattlagningu áfengis í Evrópuríkjum. Samkvæmt nýjasta samanburðinum, sem er frá því í október, eru áfengisgjöld á sterkt áfengi á Íslandi 387% yfir meðaltali allra Evrópuríkjanna 36 í samanburðinum.
Ef horft er á léttvín eru gjöldin 584% yfir Evrópumeðaltalinu (hátt í sjöföld skattlagning). Talan fyrir styrkt vín (t.d. púrtvín og sérrí) er 621% og fyrir bjór 345%.
Nánari umfjöllun er hægt að nálgast á atvinnurekendur.is.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi