Frétt
Nóa konfekt innkallað vegna málmagna
Ástæða innköllunar er að við gæðaeftirlit Nóa Síríusar kom í ljós að málmagnir frá skammtara hafa hugsanlega smitast í fyllingar í konfektmolum sem gerir konfektið ekki öruggt til neyslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Nóa Konfekt
Vöruheiti/Vara: Konfekt í lausu
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 04.08.2022
Nettómagn: 560 g
Vörumerki: Nóa Konfekt
Vöruheiti/Vara: Konfektkassi
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 29.07.2022
Nettómagn: 630 g
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.
Um dreifingu sjá Krónan, Samkaup (Nettó, Kjörbúðin Skagaströnd, Iceland) og Húsasmiðjan Skútuvogi.
Neytendum sem hafa keypt matvælin er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nóa Síríusar.
Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík, sími 575 1800, noi[hja]noi.is.
Mynd: aðsend / Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






