Vertu memm

Keppni

Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2021

Birting:

þann

Frá vinstri: Vigdís Mi Diem Vo sigurvegari í Konfektmoli Ársins, Ólöf Ólafsdóttir 1. sæti í Eftirréttur ársins, Ísak Aron Jóhannsson 2. sæti og Halldór Hafliðason 3. sæti.

Frá vinstri: Vigdís Mi Diem Vo sigurvegari í Konfektmoli Ársins. Eftirréttur ársins: f.v. Halldór Hafliðason 3. sæti, Ísak Aron Jóhannsson 2. sæti og Ólöf Ólafsdóttir 1. sæti

Þema keppninnar í ár var Nýr Heimur – Vegan. Keppendur túlkuðu þemað eftir sínu höfði en dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.

Þemað í ár var þó nokkur áskorun en dómarar voru sammála um að þátttakendum hefði tekist vel til. Þátttakendur voru hæfileikaríkir, faglegir og sýndu mikil gæði og frumleika.

Eftirréttur ársins 2021

Eftirréttur ársins 2021

Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2021 var Ólöf Ólafsdóttir frá Monkeys. Hlýtur hún í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

2. sæti Ísak Aron Jóhannsson, LUX Veitingar

3. sæti Halldór Hafliðason, Reykjavík Edition

Konfektmoli Ársins 2021

Konfektmoli Ársins 2021

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins var Vigdís Mi Diem Vo, frá Reykjavík Edtion, en hún hlýtur einnig í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins fær einnig þann heiður að bjóða upp á sigurmolann á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara í byrjun árs 2022.

Konfektmoli Ársins - Eftirréttur ársins 2021

Allir keppendur í Konfektmoli-, og Eftirréttur ársins 2021

Dómarar í Eftirréttur Ársins:

Sigurður Laufdal – Bocuse d´Or keppandi 2021

Sólveig Eiríksdóttir – matarhönnuður

Erlendur Eiríksson – matreiðslumeistari

Dómarar í Konfektmoli Ársins:

Eyþór Kristjánsson – matreiðslumaður

Jón Daníel Jónsson – matreiðslumeistari

Kristleifur Halldórsson – matreiðslumeistari

Myndir: garri.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið