Keppni
Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2021

Frá vinstri: Vigdís Mi Diem Vo sigurvegari í Konfektmoli Ársins. Eftirréttur ársins: f.v. Halldór Hafliðason 3. sæti, Ísak Aron Jóhannsson 2. sæti og Ólöf Ólafsdóttir 1. sæti
Þema keppninnar í ár var Nýr Heimur – Vegan. Keppendur túlkuðu þemað eftir sínu höfði en dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.
Þemað í ár var þó nokkur áskorun en dómarar voru sammála um að þátttakendum hefði tekist vel til. Þátttakendur voru hæfileikaríkir, faglegir og sýndu mikil gæði og frumleika.
Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2021 var Ólöf Ólafsdóttir frá Monkeys. Hlýtur hún í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.
2. sæti Ísak Aron Jóhannsson, LUX Veitingar
3. sæti Halldór Hafliðason, Reykjavík Edition
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins var Vigdís Mi Diem Vo, frá Reykjavík Edtion, en hún hlýtur einnig í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins fær einnig þann heiður að bjóða upp á sigurmolann á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara í byrjun árs 2022.
Dómarar í Eftirréttur Ársins:
Sigurður Laufdal – Bocuse d´Or keppandi 2021
Sólveig Eiríksdóttir – matarhönnuður
Erlendur Eiríksson – matreiðslumeistari
Dómarar í Konfektmoli Ársins:
Eyþór Kristjánsson – matreiðslumaður
Jón Daníel Jónsson – matreiðslumeistari
Kristleifur Halldórsson – matreiðslumeistari
Myndir: garri.is

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun