Freisting
Veitingahúsið Við Fjöruborðið stækkar við sig
Humarveisla Við Fjöruborðið
Greint er frá á Suðurlandsvefnum Sudurland.is að veitingahúsið Við Fjöruborðið stendur í framkvæmdum og er verið að bæta við eina álmu sem jafnframt verður nýji inngangur veitingastaðarins.
Á síðasta ári komu rúmlega 35,000 gestir og stæðsti viðskiptamanna hópurinn voru erlendir gestir, eins hafa fjölmargir frægir tónlistamenn frá poppheiminum lagt leið sína á staðinn eftir að fréttir bárust að meðal annars hafi Dave Grohl og hljómsveitin Foo Fighters snætt gómsæta íslenska humarveislu og margir ættu að muna að í ágúst árið 2003 djammaði Foo Fighters óvænt með Íslensku Stokkseyrar hljómsveitinni Nilfisk.
Pantanir á veitingastaðinn Við Fjöruborðið fara vel af stað árið 2007, en 15-20% aukning er frá síðasta ári.
Rekstraraðilar eru þeir Jón Tryggvi Jónsson og Róbert Ólafsson. Eftir breytingu tekur staðurinn 230 manns í sæti.
Mynd frá heimasíðu Við Fjöruborðið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði