Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hannes Boy breytist í PopUp Vegan Boy – Myndir
Veitingastaðurinn Hannes Boy á Siglufirði er einstaklega fallegur staður sem býður upp á huggulegt og rómantískt umhverfi með útsýni yfir fallega smábátahöfnina og tignarleg fjöllin.
Staðurinn stendur í sólgulu húsi við smábátahöfnina og er nefndur eftir sjóaranum Hannesi.
Veitingastaðurinn opnaði árið 2010 og hefur verið boðið upp á fínni mat. Nú hafa rekstraraðilar breytt konseptinu á staðnum og bjóða nú upp á grænkera sælkeraverslun og veitingastað í sumar og heitir staðurinn Vegan Boy – Deli & Boutique og er PopUp staður.
Réttur dagsins og súpa dagsins er unnin úr þeim vörum sem er til sölu í versluninni. Fersk salöt og boost eru í handhægum og umhverfisvænum umbúðum sem henta vel til að taka með. Svo má einni tilla sér í sólinni fyrir utan og neyta réttanna þar. Einnig er til sölu fallegar vörur eins og glös, hnífaparasett, ýmis borðbúnaður og spennandi gjafavörur og margt fleira.
„Það er skemmtileg áskorun fyrir okkur að opna stað sem er alveg vegan og höfum við fundið fyrir þörfinni fyrir því hérna fyrir norðan. Við höfum mikinn áhuga á vegan matargerð og gaman að sjá hvað þróunin í grænkera matargerð er langt á veg komin.
Vegan hópurinn á Íslandi er fer stækkandi með hverju ári og langar okkur að mæta þeim hóp með áhuga og fjölbreytni.“
Sagði Halldóra Guðjónsdóttir í samtali við veitingageirinn.is
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir