Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mikil gróska á Stóreldhúsinu 2021
Stóreldhúsasýningarnar hafa fest sig í sessi sem helsta mót starfsfólks stóreldhúsageirans og birgja er starfa á því sviði. Fyrsta STÓRELDHÚSIÐ var haldið á Grand Hótel 2005 og síðan þá hafa sýningarnar verið haldnar annað hvert ár og eflst með hverju árinu.
Að sögn Ólafs sýningarstjóra stefnir í glæsilega sýningu í haust í Laugardalshöllinni.
„Já þetta verður að vanda glæsileg og fjölbreytt sýning. Mikið um nýja sýnendur og margt á döfinni.
Þá er sannarlega tilhlökkunarefni að hitta alla gestina í haust en veitingafólkið er í miklu uppáhaldi hjá mér á þeim fjölbreyttu sýningum sem fyrirtæki mitt Ritsýn heldur í Laugardalshöllinni.“
STÓRELDHÚSIÐ 2021 hefst fimmtudaginn 4. nóvember og lýkur föstudaginn 5. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00.
Með fylgja myndir frá sýningunni árið 2017 sem að Ólafur Sveinn Guðmundsson matrteiðslumeistari og fréttamaður veitingageirans tók:
Sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa enda fagsýning sem er ekki opin almenningi. Og nú er um að gera að taka dagana frá.
Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2021 er í síma 698 8150 eða netfangið [email protected].
Fleiri fréttir: Sýningin Stóreldhúsið
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði