Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Mikil gróska á Stóreldhúsinu 2021

Birting:

þann

Stóreldhúsið 2017

Frá Stóreldhúsasýningunni 2017.
Frítt er fyrir starfsfólk stóreldhúsa enda fagsýning sem er ekki opin almenningi.

Stóreldhúsasýningarnar hafa fest sig í sessi sem helsta mót starfsfólks stóreldhúsageirans og birgja er starfa á því sviði. Fyrsta STÓRELDHÚSIÐ var haldið á Grand Hótel 2005 og síðan þá hafa sýningarnar verið haldnar annað hvert ár og eflst með hverju árinu.

Að sögn Ólafs sýningarstjóra stefnir í glæsilega sýningu í haust í Laugardalshöllinni.

„Já þetta verður að vanda glæsileg og fjölbreytt sýning. Mikið um nýja sýnendur og margt á döfinni.

Þá er sannarlega tilhlökkunarefni að hitta alla gestina í haust en veitingafólkið er í miklu uppáhaldi hjá mér á þeim fjölbreyttu sýningum sem fyrirtæki mitt Ritsýn heldur í Laugardalshöllinni.“

STÓRELDHÚSIÐ 2021 hefst fimmtudaginn 4. nóvember og lýkur föstudaginn 5. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00.

Með fylgja myndir frá sýningunni árið 2017 sem að Ólafur Sveinn Guðmundsson matrteiðslumeistari og fréttamaður veitingageirans tók:

Sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa enda fagsýning sem er ekki opin almenningi. Og nú er um að gera að taka dagana frá.

Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2021 er í síma 698 8150 eða netfangið [email protected].

Fleiri fréttir: Sýningin Stóreldhúsið

Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið