Markaðurinn
Expert Kæling í samstarf með Kæliþjónustu Akureyrar
Expert Kæling ehf. hefur gengið frá kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf.
Kæliþjónusta Akureyrar ehf. hefur um árabil sérhæft sig í þjónustu kæli- og frystitækja ásamt uppsetningum á varmadælum og þjónustu við bændur, svo fátt eitt sé nefnt. Eins og nafnið ber með sér þá hefur Kæliþjónusta Akureyrar verið með fasta starfsstöð á Akureyri en sinnt verkefnum á öllu norðurlandi.
Með kaupunum er Expert kæling að styrkja enn frekar landsdekkandi þjónustunet sitt og vöruframboð.
„Það er ánægjulegt að sjá reksturinn fara til svo traustra aðila, sem mun geta sinnt öllum viðskiptavinum Kæliþjónustunnar og veitt þeim enn betri þjónustu en áður“,
er haft eftir Bjarna Gylfasyni, fyrrum eiganda Kæliþjónustunnar, í tilkynningu.
„Með kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf. mun Expert Kæling styrkja og auka þjónustu- og vöruframboð félagsins, Kæliþjónustan og viðskiptavinir hennar eru svo sannarlega góð viðbót í hóp frábærra viðskiptavina okkar“,
er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert Kælingar ehf. í tilkynningu.
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






