Pistlar
Skyrgámur setti stefnuna fyrir barþjónastíl minn
Í dag eru 11 ár síðan ég hreppti fyrsta verðlaunasæti á mínum barþjónaferli. Ég lenti reyndar í þriðja sæti en það sem ég tel ennþá merkilegra er að Skyrgámur var fyrsti skyr-kokteillinn sem keppti í barþjónakeppni á Íslandi og þurfti að breyta lögum hjá Barþjónaklúbbnum til að hann fengi þátttökurétt.
Það má segja að Skyrgámur hafi sett stefnuna fyrir minn barþjónastíl og feril því allar götur síðan hef ég haft mest gaman af því að vinna með óhefðbundin hráefni, hráefni sem fólk tengir sennilega ekki fyrst og fremst við kokteila.
Dæmi um slík hráefni eru allskonar villtar íslenskar jurtir, mismunandi þarar og sjávargróður, geitaostur og aðrir ostar, lambafita, broddmjólk og auðvitað skyr!
Það er ótrúlega mikið af frábæru hráefni til á Íslandi og frábær undirstöðu vín í kokteila eru framleidd hér á landi!
Brátt kemur vorið og þá opnast matarkistan á Íslandi upp á gàtt og býður þér ókeypis hráefni þér að kostnaðar lausu.
Höfundur er Andri „Viceman“ Davíð Pétursson.
Instagram: @TheViceman
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir







