Uppskriftir
Stökkustu kjúklingalærin elduð í ofni
Það er smá kúnst að ná kjúklingi stökkum í ofni. Minn lang uppáhalds partur af kjúklingnum er úrbeinuðu lærin. Þau eru svo djúsí og verða sjaldan þurr. Ég er búin að stúdera hvernig er best að gera þau í ofni þannig að þau verði stökk að utan og safarík að innan og langar að deila því með ykkur.
Númer eitt tvö og þrjú er að þerra allan vökva vel af lærunum.
Ég legg þau á eldhúspappír og leyfi þeim að dóla þar alveg í góðan tíma. Sný þeim svo við og þerra vel báðum megin. Svo raða ég þeim á ofnskúffu með smjörpappír á.
Hita ofninn upp í 220°c.
Pensla þurru lærin með ólífuolíu og krydda með hvítlauk, papriku, oregano, salti og pipar. Mér finnst það frábær blanda til að setja á kjúkling. Svo elda ég lærin inni í rjúkandi heitum ofninum í 35 mínútur án þess að snúa honum eða opna ofninn. Einfalt og sjúklega gott.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum