Uppskriftir
Spaghetti Bolognese
Bolognesesósa
500 gr nautahakk
2 msk olía
1 st laukur
100 gr sellery
100 gr gulrætur
3 sneiðar beikon
4 hvítlauksrif
½ tsk basil
½ tsk papriku krydd
½ tsk chili
1 tsk rósmarin
1 tsk flögusalt
2 msk tómatpúrra
680 gr tómatpassata
3 dl vatn
1 msk grænmetiskraftur
Aðferð
Góður pottur eða stór panna sett á eldavélina og hitað. Olían sett í pottinn ásamt grænmeti og beikoni og leyft að mýkjast. Grænmetinu ýtt til hliðar og hakkið sett útí ásamt kryddi og öllu blandað saman þar til kjötið er orðið brúnað. Þá er tómatpúrrunni ásamt tómat, vatni og krafti sett út.
Lokið sett á pottinn og leyft að malla í ca 1 klukkutíma og hrært í öðruhverju.
Gott er að bera sósuna fram með góðu pasta, salati og parmesanosti verði ykkur að góðu.
Pastadeig
300 gr hveiti
3 stór egg
1 msk olía
Aðferð
Allt sett í hrærivélaskál og hrært í 2 mín með k-járninu ( kitchen aid) og skipt yfir í krók og hnoðað í ca 8 mín þar til deigið er orðið samfelt þá er það pakkað inn og kælt niður.
Þetta deig er fyrir pastavél en einnig er hægt að fletja það út brjóta það saman og skera í lengjur.
Pottur með vatni settur á eldavélina smá salt, vatnið látið sjóða og pastalengjurnar settar út í og pastað soðið í ca 4 mín.
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @EddiKokkur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF