Vertu memm

Uppskriftir

Spaghetti Bolognese

Birting:

þann

Spaghetti Bolognese

Bolognesesósa

500 gr nautahakk
2 msk olía
1 st laukur
100 gr sellery
100 gr gulrætur
3 sneiðar beikon
4 hvítlauksrif
½ tsk basil
½ tsk papriku krydd
½ tsk chili
1 tsk rósmarin
1 tsk flögusalt
2 msk tómatpúrra
680 gr tómatpassata
3 dl vatn
1 msk grænmetiskraftur

Aðferð
Góður pottur eða stór panna sett á eldavélina og hitað. Olían sett í pottinn ásamt grænmeti og beikoni og leyft að mýkjast. Grænmetinu ýtt til hliðar og hakkið sett útí ásamt kryddi og öllu blandað saman þar til kjötið er orðið brúnað. Þá er tómatpúrrunni ásamt tómat, vatni og krafti sett út.

Lokið sett á pottinn og leyft að malla í ca 1 klukkutíma og hrært í öðruhverju.

Gott er að bera sósuna fram með góðu pasta, salati og parmesanosti verði ykkur að góðu.

Pastadeig

300 gr hveiti
3 stór egg
1 msk olía

Aðferð
Allt sett í hrærivélaskál og hrært í 2 mín með k-járninu ( kitchen aid) og skipt yfir í krók og hnoðað í ca 8 mín þar til deigið er orðið samfelt þá er það pakkað inn og kælt niður.

Þetta deig er fyrir pastavél en einnig er hægt að fletja það út brjóta það saman og skera í lengjur.

Pottur með vatni settur á eldavélina smá salt, vatnið látið sjóða og pastalengjurnar settar út í og pastað soðið í ca 4 mín.

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.

Instagram: @EddiKokkur

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið