Uncategorized
Áhyggjur af auknum áfengisvanda í Finnlandi

Algengasta dánarorsök Finna sem komnir eru yfir 45 ára aldurinn er heilabilun af völdum mikillar drykkju. Að meðaltali verða Finnar drukknir 32 sinnum á ári og samkvæmt Markku Heikkilä, blaðamanni á dagblaðinu Kalevaas er ekki óalgengt að 15 ára finnskar stúlkur drekki meira en 12 bjóra á föstudagskvöldi. Heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn í Finnlandi hafa verulegar áhyggjur af ástandinu, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Norðurlandaráðs.
Í grein sem Heikkilä skrifaði í AnalysNorden, vefrit Norðurlandaráðs, kemur fram að heilt yfir sé ástandið í Finnlandi nokkuð gott. Hins vegar búi um 20 til 30% barna í Helsinki við ofbeldi, misnotkun og glæpi af ýmsu tagi, en fjöldi þessara barna hefur farið stigvaxandi að undanförnu.
Þótt ástæðan sé ekki eingöngu talin sú hversu Finnar drekki mikið áfengi, bendir Heikkilä á að fyrir um það bil tveimur árum hafi tollar og skattar á áfengi í landinu verið lækkaðir til mikilla muna. Heikkilä vill meina að afleiðingin sé stóraukin neysla áfengis, og vandamál samfara henni.
Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti Finna hækka verð á áfengi að nýju, og svo virðist sem stjórnmálamenn séu á sama máli. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að stytta opnunartíma skemmtistaða. Þingkosningar í Finnlandi fara fram á næsta ári og er talið líklegt að þessi mál verði ofarlega á baugi í aðdraganda kosninganna.
Greint frá á mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar





