Uppskriftir
Kjúklingasalat með grænum aspars og eplum
Hráefni:
600 gr steiktur kældur kjúklingur í bitum -beinlaus
4 stykki soðinn grænn aspars í bitum eða 1 dós niðursoðinn
1 grænt epli afhýtt og skorið í litla bita
1 stk rauðlaukur fínsaxaður
2 stk harðsoðin söxuð egg
1 rauð paprika fínsöxuð
1 græn paprika fínsöxuð
1 tsk madras karrý
1 tsk paprikuduft
2 msk agave síróp
250 ml sýrður 18% rjómi
250 ml majonnaise
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Öllu blandað vel saman og látið „taka sig“ í kæli í 2-3 tíma. Framreitt með góðu salati og nýbökuðu brauði.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði