Markaðurinn
Kjötsúpugerð í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum – 24. október 2020
Allir Íslendingar elska kjötsúpu, enda eiga allar íslenskar fjölskyldur sína uppáhalds uppskrift af kjötsúpunni sinni. Uppskrift sem er alltaf sú eina rétta því að súpan hennar mömmu eða ömmu er alltaf best. Hún vekur góðar minningar, kallar fram bros og yljar hjartanu jafnt sem hún er bragðgóð, seðjandi og næringarrík.
Síðastliðin ár hefur íslensku kjötsúpunni verið gert hátt undir höfði með sérstökum Kjötsúpudegi sem haldinn hefur verið hátíðlegur fyrsta vetrardag á Skólavörðustíg. Þar hafa veitingamenn boðið gestum og gangandi upp á kjötsúpur í hinum ýmsu útgáfum. Samkomubann hefur þó sett strik í reikningin í ár en Landssamtök Sauðfjárbænda og Sölufélag Garðyrkjumanna hafa nú tekið höndum saman og með dyggri aðstoð frumkvöðlana á Skólavörðustíg verður Kjötsúpudagurinn haldinn með breyttu sniði í ár.
Á facebook síðu Lambakjöts voru kynntar fjórar ólíkar uppskriftir af kjötsúpu, en Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari tók saman uppskriftirnar. Þjóðin kaus sína uppáhaldssúpu á facebook síðunni lambakjöt en kosningin stóð til og með 21. október. Kom það ekki mörgum á óvart að gamla góða ömmusúpan varð fyrir valinu. Gísli mun kenna áhorfendum að elda súpuna í beinni útsendingu á facebook síðunni Lambakjöt á fyrsta vetrardag, þann 24. október klukkan 13:00. Hann ætlar að fara yfir hvað þarf að hafa í huga við val á kjöti, hvaða grænmeti er nú í árstíð og fara yfir sögu kjötsúpunar.
Vona aðstandendur kjötsúpudagsins að sem flestir fylgist með Gísla á laugardag og eldi síðan sína eigin súpu á um kvöldið til þess að halda kjötsúpudaginn hátíðlegann heima.“ Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á facebook síðununum Lambakjöt, Íslenskt.is, Veitingageirinn.is og á facebook síðu Bændablaðsins.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný