Frétt
Viltu hafa áhrif á spennandi nýjungum í Hörpu? – Bergmál bistro hættir
Fyrir rúmlega ári síðan opnaði nýr veitingastaður í Hörpu sem fékk nafnið Bergmál bistro og tók þar með við Smurstöðinni á fyrstu hæð Hörpunnar. Bergmál bistro hætti allri starfsemi nú á dögunum.
Sjá einnig:
Nú er auglýst eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að spennandi nýjungum í Hörpu með nýju slagorði: Sláum nýjan tón í Hörpu.
Harpa fagnar 10 ára afmæli á næsta ári. Af því tilefni ætla forsvarsmenn Hörpunnar að slá nýjan og ferskan tón. Markmiðið er að nýtt skipulag veitingastaða, verslana og annarrar þjónustu endurspegli sérstöðu Hörpu, í takti við breytt landslag og nánasta umhverfi í miðborg Reykjavíkur.
Harpa er einn fjölsóttasti áfangastaður Reykjavíkur, miðstöð mannlífs og menningar þar sem um 1.200 viðburðir eru haldnir á ári.
Starfsemin í Hörpu
Starfsemin í Hörpu er bæði kraftmikil og fjölbreytt.
Á liðnu ári voru tónleikar og listviðburðir alls um 425, ríflega 400 ráðstefnur, fundir og tengdir viðburðir voru haldnir, og listviðburðum fyrir ferðamenn fjölgaði mikið á milli ára. Þá var Sinfóníuhljómsveit Íslands með 108 tónleika og er lang stærsti einstaki viðburðarhaldarinn í húsinu. Íslenska óperan, sem einnig á sitt fasta aðsetur í Hörpu, var með 16 viðburði.
Viðburðir fyrir börn og fjölskyldur voru alls 144 sem er tvöföldun á milli ára.
Skilafrestur
7. október
Skilafrestur veitingaþjónustu.
19. október
Skilafrestur verslunar, þjónustu og upplifunar.
Tímarammi verkefnis er út árið 2021.
Frekari fyrirspurnir á nyrtonn@harpa.is
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars