Starfsmannavelta
Núðluskálin lokar – Auglýst til sölu fyrir áhugasama
Nú í vikunni var Núðluskálin auglýst til sölu á facebook síðu staðarins. Núðluskálin er lítill „fusion“ núðlubar neðst á Skólavörðustíg sem hefur frá upphafi haft að markmiði að bjóða saðsaman, hollan og góðan mat.
Staðurinn hefur verið í rekstri í ellefu ár á Skólavörðustígnum og neyddust eigendur hennar til að loka staðnum og auglýsa nú reksturinn, sem er ekki kominn í þrot, til sölu.
Það eru veitingahjónin Kristján Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson sem standa að Núðluskálinni. Þeir höfðu dregið reksturinn mikið saman áður en þeir þurftu endanlega að loka staðnum og hafði það úrslitaáhrif þegar þeir þurftu báðir að fara í sóttkví í lok síðasta mánaðar.
„Það sem eiginlega setti endapunktinn á reksturinn er að við erum í sóttkví. Við vorum búnir að draga reksturinn saman þannig að það var enginn eftir nema við sjálfir svo við höndluðum það ekki.“
Sagði Kristján í samtali við mbl.is.
Mynd: facebook / Núðluskálin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó






