Starfsmannavelta
Núðluskálin lokar – Auglýst til sölu fyrir áhugasama
Nú í vikunni var Núðluskálin auglýst til sölu á facebook síðu staðarins. Núðluskálin er lítill „fusion“ núðlubar neðst á Skólavörðustíg sem hefur frá upphafi haft að markmiði að bjóða saðsaman, hollan og góðan mat.
Staðurinn hefur verið í rekstri í ellefu ár á Skólavörðustígnum og neyddust eigendur hennar til að loka staðnum og auglýsa nú reksturinn, sem er ekki kominn í þrot, til sölu.
Það eru veitingahjónin Kristján Hannesson og Sigurður Jónas Eysteinsson sem standa að Núðluskálinni. Þeir höfðu dregið reksturinn mikið saman áður en þeir þurftu endanlega að loka staðnum og hafði það úrslitaáhrif þegar þeir þurftu báðir að fara í sóttkví í lok síðasta mánaðar.
„Það sem eiginlega setti endapunktinn á reksturinn er að við erum í sóttkví. Við vorum búnir að draga reksturinn saman þannig að það var enginn eftir nema við sjálfir svo við höndluðum það ekki.“
Sagði Kristján í samtali við mbl.is.
Mynd: facebook / Núðluskálin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Nemendur & nemakeppni11 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir