Vertu memm

Veitingarýni

Pizzasmiðjan – Veitingarýni

Birting:

þann

Pizzasmiðjan á Akureyri

Pizzasmiðjan á Akureyri

Fyrir nokkru kíktum við á veitingastaðinn Pizzasmiðjan sem opnaði í fyrra á Akureyri, en hann er staðsettur við Hafnarstræti 92 þar sem La Vita e Bella var áður til húsa.

Staðurinn er skemmtilega hannaður, létt og gott andrúmsloft og ekki mikil formlegheit í gangi, pantað var við kassann og pöntunin síðan kölluð upp þegar hún var tilbúin.

Ég pantaði mér Kjúklinga Pizzuklemmu sem er pizzusamloka eða hálfmáni með cajun kjúklingi, ostasósu, tómatsalsa, klettasalati, jalapeno og rjómaosti.

Það skolaðist aðeins til hjá mér, en sjálfur er ég ekki hrifinn af jalapeno, þannig að ég var á báðum áttum hvað ég ætti að gera þegar ég uppgötvaði mistökin hjá mér.

Átti ég að panta aðra eða prófa þessa og seinni kosturinn var valinn.

Pizzasmiðjan á Akureyri

Pizzasmiðjan á Akureyri

Ég sá ekki eftir því, virkilega góð pizza, mátulegt deig, ekki of mikið eins og oft vill vera í hálfmánum.

Skemmtileg twist, en með pizzunni var borinn fram pizzahnífur.

Mæli klárlega með Pizzasmiðjunni.

Pizzasmiðjan á Akureyri

Pizzaofninn frá Ítalska fyrirtækinu Morelloforni er oft kallaður konungur pizzuofna.
Fjarlægja þurfti útiglugga á veitingastaðnum til að koma pizzaofninum inn.

Myndir: Smári / Veitingageirinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið