Veitingarýni
Pizzasmiðjan – Veitingarýni
Fyrir nokkru kíktum við á veitingastaðinn Pizzasmiðjan sem opnaði í fyrra á Akureyri, en hann er staðsettur við Hafnarstræti 92 þar sem La Vita e Bella var áður til húsa.
Staðurinn er skemmtilega hannaður, létt og gott andrúmsloft og ekki mikil formlegheit í gangi, pantað var við kassann og pöntunin síðan kölluð upp þegar hún var tilbúin.
Ég pantaði mér Kjúklinga Pizzuklemmu sem er pizzusamloka eða hálfmáni með cajun kjúklingi, ostasósu, tómatsalsa, klettasalati, jalapeno og rjómaosti.
Það skolaðist aðeins til hjá mér, en sjálfur er ég ekki hrifinn af jalapeno, þannig að ég var á báðum áttum hvað ég ætti að gera þegar ég uppgötvaði mistökin hjá mér.
Átti ég að panta aðra eða prófa þessa og seinni kosturinn var valinn.
Ég sá ekki eftir því, virkilega góð pizza, mátulegt deig, ekki of mikið eins og oft vill vera í hálfmánum.
Skemmtileg twist, en með pizzunni var borinn fram pizzahnífur.
Mæli klárlega með Pizzasmiðjunni.

Pizzaofninn frá Ítalska fyrirtækinu Morelloforni er oft kallaður konungur pizzuofna.
Fjarlægja þurfti útiglugga á veitingastaðnum til að koma pizzaofninum inn.
Myndir: Smári / Veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar












