Vertu memm

Veitingarýni

Grand upplifun á Grand Hótel Reykjavík – Veitingarýni

Birting:

þann

Grand Hótel Reykjavík

Við hjónin ákváðum að gera vel við okkur fyrir nokkru, gista á hóteli og fara fínt út að borða og varð Grand Hótel Reykjavík fyrir valinu. Það að koma inn á hótelið er eins og nafnið gefur til kynna, Grand upplifun, hátt til lofts, innréttingar og hönnun alveg til fyrirmyndar.

Grand Hótel Reykjavík

Bókuðum okkur inn og haldið var upp á 11. hæð í Junior svítuna. Það var algjör draumur að ganga inn í svítuna, öll þessi smáatriði, velkomin kort með nafninu okkar, súkkulaði og fleira góðgæti lagði grunninn að því sem framundan var.

Nuddpottur, góð sturta og allt til staðar, rakvél, tannburstar, greiða, naglaþjöl ofl ofl. ef eitthvað skyldi nú gleymast að pakka með sér í ferðalagið.

Við vorum búin að bóka borð fyrir tvo á veitingastaðnum á hótelinu, Grand Brasserie, en hann er virkilega flottur, nútímalegur og glæsilegur.

Þegar við mættum á staðinn, þá var tekið vel á móti okkur og vísað til sætis, matseðlar afhentir, komið með vatn á borðið.

Girnilegur og flottur matseðill að sjá og langaði okkur helst að smakka á öllum réttunum.  Pantaðir voru tveir forréttir og tveir aðalréttir, svona rétt til að fá smá þverskurð af matseðlinum.

Vorum í rauðvínsstuði og var rauðvínið Ramón Bilbao, Crianza Rioja 2016 fyrir valinu. Þetta rauðvín er svolítið í djarfari kantinum, þétt meðalfylling, miðlungstannín, þurrt en fersk sýra gerir gott jafnvægi í víninu.

Matseðill Úlfars Finnbjörnssonar, yfirmatreiðslumeistara Grand Brasserie er skemmtilega uppsettur.

Forréttir

Grand Hótel Reykjavík

Hvanna og Anisgrafinn Lax – sinnepssósa, heimalagað rúgbrauð.

„Þessi réttur er einn af signature réttum Úlla, en ég man fyrst eftir þessum laxarétti þegar hann var veitingamaður á Jónatan Livingston Mávi hér í denn.

Bragðgóður réttur, sósan silkimjúk og góð, en var ekki viss með rúgbrauðið, fannst það ekki passa við.“

Grand Hótel Reykjavík

Hreindýrapaté, þurrkuð hreindýrapylsa, sýrt grænmeti með Cumberlandsósu.

„Einstaklega góður réttur, vel heppnaður og alvöru Cumberlandsósa.“

Aðalréttir

Í aðalrétt var grilluð nautalund og kálfaribye fyrir valinu.

Grand Hótel Reykjavík

Grilluð nautalund

„Hér var dúnamjúk steik borin fram með bearnaise, portobelló sveppi og frönskum kartöflum, klassískur brasserie réttur sem klikkar aldrei.“

Grand Hótel Reykjavík

Plankasteik, kálfaribye

„Mjög góð steik, bakaður kúrbítur með gljáðum lauk sem harmonaði vel saman og villisveppasósan vel heppnuð og bragðgóð.“

Mikið var að gera um kvöldið sem hafði ekki mikil áhrif á þjónustuna, sem var fagmannleg og aldrei of langt í þjóninn.

Grand brasserie fær klárlega okkar meðmæli, frábær staður.

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið